Síðan síðast..

Um síðustu helgi brá stórfjölskyldan undir sig betri fætinum og skellti sér í höfuðstað norðurlands!

Var það ekki eingöngu skemmtiferð sem slík, heldur áttum við erindi í kaupstaðinn. Miðsonurinn var nefnilega að keppa á fótboltamóti. Goða-mótið heitir það víst. Pabbi hans var á Akureyri ásamt sinni konu og Daníel, þannig að allir fengu að fylgjast með leikum fjarðarbyggðar við mismikinn áhuga þó.. Jónatan er ekki par hrifinn af fótbolta og Daníel vil heldur vera bara í kaffinu!! En allavega, þá vorum við öll stödd þarna og allavega ég hafði mjög gaman af. Fjarðabyggðaliðið, B- riðill sem Viktor var í.. náði þó ekki væntanlegum árangri sínum. Þeir lentu í fimmta sæti en allavaga, þá gerðu þeir sitt besta og voru bara ánægðir með þann árangur.

Viktor fór svo til Reykjavíkur með pabba sínum og hans fj. Föður amma hans var jörðuð á mánudaginn var. Ég ætlaði mér að mæta við jarðaförina, en áréð að vera bara með þeim í huganum í staðinn og hugsa fallega til fjölskyldunnar. Þar sem Jónatan Emil er ekki mjög bílaglaður, þ.e. honum finnst ömurlegt að þvælast í bíl. Ég lagði bara ekki í að keyra suður og austur aftur á tveimur dögum með hann í bíl.

Í staðinn framlengdum við hjónin Akureyrardvölina um einn dag og ákváðum að gera okkar besta til að skemmta litla kútnum. Enda höfum við ekki farið neitt þrjú saman utan tveggja daga til Akureyrar þegar Jónatan var tveggja ára. Haldii að það sé??

Við fórum með dreng í sund, fengum okkur Hlölla og fórum svo í bíó.. Við fórum í bío kl. 6 og sáum Bolta. Það var snilldarmynd og guttinn sat alla myndina og skellihló þegar við átti.

Í hléinu fóru þeir feðgar á klósettið og þá sagði þessi elskulegi prins: Pabbi, þetta er besta kvöld ævi minnar!!

Vá, það þarf ekki mikið til að gleðja lítil hjörtu! Bara smá samvera með fjölskyldunni, burt frá vinnu og öðru áreiti. Við fórum svo í jarðböðin á heimleiðinni og vorum svo komin heim undir kvöldmat.

Fyrir þá sem hafa heyrt lagið hans Ladda um Skúla Óskarsson, þá vitið þið að þar er hetja á ferð. Jónatan Emil hlustaði óteljandi sinnum á lagið í ferðageislaspilaranum sínum á heimleiðinni. Uppi á Jökuldal kíkti snáðinn út um afturgluggann og horfði upp í himininn. Svo kom eftirfarandi setning:Góði guð, viltu láta mig vera Skúli Óskarsson þegar ég verð orðinn stór, AMEN!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Já í gegnum starf mitt í skólanum í lífsleiknikennslu, Bauju og fleiru eru það þessar einföldu samverustundir sem gefa börnunum mest að þeirra sögn. Að spila með fjölskyldunni o.s.frv er mjög algengt svar hjá þeim.  Þarf einmitt ekki að kosta miklu til.

Solveig Friðriksdóttir, 12.3.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 189678

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband