Viðhaldið!!

Jæja nú! Ég ætla mér að reyna að vera dugleg að HALDA VIÐ þessri síðu minni. Miklu skemmtilegra að geta bullað og bullað hérna um daginn og veginn, heldur en að klína inn nokkrum orðum á Feisbúkkina mína. Annars finnst mér mjög gaman að vera þar inni og fylgjast með. En maður getur bara skrifað svo miklu meira hér!!

Nú fer að styttast í fimm ára afmæli yngsta sonar míns. Mikil eftirvænting er fyrir þessum stór-viðburði, og endalausar pælingar í gangi hjá þeim litla hvað eigi að vera í boði í veislunni. Einnig er kominn annsi langur gestalisti (að mati móðurinnar) en honum finnst alltaf að hann sé að gleyma einhverjum. Endalaust að bæta við listann. Viktor er farinn til Reykjavíkur til pabba síns og bróður og ætla þeir feðgar að skella sér á völlinn í kvöld og garga á landsliðið! Það er fullt af Stöðfirðingum sem ætla að mæta á völlinn.

Núna sit ég bara í vinnunni eins og klessa, því enginn er ofaní lauginni. Þá datt mér það snjallræði í hug að blogga bara hér á mína gömlu góðu síðu. Ég er búin að missa helv. framtönnina mína enn einu sinni og hún dinglar laus í gómnum á mér og ég að bilast á þessu. Vil ekki fyrir nokkurn mun að fólk sjái mig svona! Sérstaklega ef ég þarf að segja: Þeink jú, við einhverja túrista, þá getur hún spíst út úr mér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband