Partýdagur..

5 ára afmælis-dagur yngsta sonar míns rann upp í gær. Reyndar er hann fæddur þann tíunda, en haldin var veisla í tilefni dagsions í gær. Mesti spenningur aldarinnar var fram að fyrsta: ding- donginu. Fyrsti gesturinn kominn. Gestirnir komu síðan einn af öðrum nærsta hálftímann og veislugleðin í hámarki. Pakkar í massavís og bara gleði. Svo var afmælissöngurinn sunginn við undirspil gítarleiks pabbans og allir kátir. Viktor Breki fór svo með partíið í heild sinni inn í sitt herbergi  og setti Bolt á,. (það er nýútkomin mynd á DVD.) Nærstu 70 mínúturnar gátum við eldra fólkið spjallað saman í algerri þögn!

Vá þvílíkt barna afmæli!! En svo eftir áhorfið komu grísirnir aftur fram og fengu sér seinni skammtinn af veislumatnum. Eftir Nóna afmæli var svo haldið inná Óseyri í afmæli hjá Írisi Ósk sem átti afmæli þennan dag. Litla skottan sú!!Afmælisbarnið


Nenni ekki neinu..

Nú fara þeir árlegu dagar í hönd sem ég bókstaflega nenni alls engu.

Mig langar að sofa út dag eftir dag, fá mér hony nut cerios, einn kaffi bolla og kíkja smá í tölvuna og svo skríða aftur undir sæng og dorma frameftir.

En það er ekki svo að það sé í boði. Veit ekki af hverju, en ég er með óstöðvandi tiltektar áráttu.

Hef verið þannig síðan ég man eftir mér. Ég bý í frekar litlu húsi, ca. 75 fermetrar og þar er allt dót okkar fjölskyldunnar.  Geymslu-dótinu er hrúgað saman á neðri hæðina, þar sem þvottahúsið og geymslan sjálf er. Aldrei fer ég útúr húsi öðru vísi en vera búin að búa um rúmin, vaska upp og moppa gólfin og svo ganga frá því helsta sem liggur þar sem það á ekki að vera. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég moppi amk. þrisvar á dag, þríf klósettið einu sinni til tvisvar á dag, þríf baðið með hreinsiefni og grænum svamp einu sinni á dag og þurrka nánast af öllum hillum og sjónvarpi annan hvern dag. Svona er ég bara. Oft líður mér ekki vel að vera svona og mér líður hvergi betur en þegar ég kem í önnur hús þar sem er drasl. En ég ÞOLI ekki þegar ég kem í hús þar sem ég límist við gólfin og það er kám og ryk á öllu!!

En núna er ég á því stiginu að ég nenni ekki framúr að sinna börnunum. Vildi helst að þeir redduðu sér bara sjálfir og vöskuðu upp eftir sig og bjyggju um rúmin sín og settu fyrir mig í eins og eina þvottavél og tækju einn stuttan vals með moppuna um gólfin og færu svo bara út og kæmu ekki aftur inn fyrr en um hádegi! (þá væri kannski tilbúin súpa og bauð fyrir þá).

En þar sem ég er heima fram að eitt á daginn, með ungann minn og ungling, ekki svo að segja að unginn hafi ekki fast pláss í leikskóla staðarins. Hann harðneitar hins vegar að nota hann. Hann er búin að vera í fríi í mánuð og skólinn búinn svo unglingurinn er líka heima. En nú var ég í klukkutíma pásu frá börnum að tjá mímar tilfinningar, núna eru börn og buru komin heim svo friðurinn er úti fyrir tilfinningarugl.. svo bless í bili!


Viðhaldið!!

Jæja nú! Ég ætla mér að reyna að vera dugleg að HALDA VIÐ þessri síðu minni. Miklu skemmtilegra að geta bullað og bullað hérna um daginn og veginn, heldur en að klína inn nokkrum orðum á Feisbúkkina mína. Annars finnst mér mjög gaman að vera þar inni og fylgjast með. En maður getur bara skrifað svo miklu meira hér!!

Nú fer að styttast í fimm ára afmæli yngsta sonar míns. Mikil eftirvænting er fyrir þessum stór-viðburði, og endalausar pælingar í gangi hjá þeim litla hvað eigi að vera í boði í veislunni. Einnig er kominn annsi langur gestalisti (að mati móðurinnar) en honum finnst alltaf að hann sé að gleyma einhverjum. Endalaust að bæta við listann. Viktor er farinn til Reykjavíkur til pabba síns og bróður og ætla þeir feðgar að skella sér á völlinn í kvöld og garga á landsliðið! Það er fullt af Stöðfirðingum sem ætla að mæta á völlinn.

Núna sit ég bara í vinnunni eins og klessa, því enginn er ofaní lauginni. Þá datt mér það snjallræði í hug að blogga bara hér á mína gömlu góðu síðu. Ég er búin að missa helv. framtönnina mína enn einu sinni og hún dinglar laus í gómnum á mér og ég að bilast á þessu. Vil ekki fyrir nokkurn mun að fólk sjái mig svona! Sérstaklega ef ég þarf að segja: Þeink jú, við einhverja túrista, þá getur hún spíst út úr mér...


Litli heimspekingurinn minn!

Eins og áður hefur komið fram, fórum við á Akureyri um daginn.

Í gærkvöld spurði Jónatan Emil mig með undrunartón: Mamma, manstu þgar við vorum á Akureyri?

Ég: Já, auðvitað man ég það. Það er svo stutt síðan.

Jónatan: Já, en akkurju töluðum við þá ekki ensku? Við vorum ekkert á Íslandi þá!!

Það eru endalausar pælingar um hvort Reykjavík sé á íslandi og hvort þessi og hinn staðurinn sé á Íslandi. Sérstakar áhyggjur hafði hann af því að Dóran sín kynni nú ekkert að tala við sig þegar hún væri búin að vera í Ástralíu. Þá yrði hún orðin útlensk..fyrstu myndirnar 080mamma og pabbi 031Picture 017


Búin með sprettinn minn

Ég var að koma inn eftir sex kílómetra skokk.. Þetta var drullu erfitt. Reiknaði ekki alveg með að það væri svona mikið rok á móti mér, þá hefði ég bara laumað mér niður í sal á hlaupabrettið. Ég var með húfu, en hún var ekki nógu þétt við eyrun  og þar sem ég er ógeðslega viðkvæm fyrir kulda í eyrunum þá var ég búin að reima hettuna á jakkanum minum fast á hausinn á mér svo ég sá bara út um lítið gat. Það lá við að ég tækist á loft, þar sem jakkinn blés út í bakið og svo rýndi ég útum gatið með galopinn munn til að strekkja á hettunni, svo vindurinn blési ekki í eyrun mín! Svo lá mér ið ofþurrki í hálsinum á að mása og blása út í loftið.. Já, ég segi nú ekki annað n það: Hrikalega va ég dugleg. Núna ætla ég að smella mér í bað og gera mig svo sæta með smá málningaslettum í andlitið á mér.SumarstrákurJónatan með lítinn unga í fyrra sumar.

Síðan síðast..

Um síðustu helgi brá stórfjölskyldan undir sig betri fætinum og skellti sér í höfuðstað norðurlands!

Var það ekki eingöngu skemmtiferð sem slík, heldur áttum við erindi í kaupstaðinn. Miðsonurinn var nefnilega að keppa á fótboltamóti. Goða-mótið heitir það víst. Pabbi hans var á Akureyri ásamt sinni konu og Daníel, þannig að allir fengu að fylgjast með leikum fjarðarbyggðar við mismikinn áhuga þó.. Jónatan er ekki par hrifinn af fótbolta og Daníel vil heldur vera bara í kaffinu!! En allavega, þá vorum við öll stödd þarna og allavega ég hafði mjög gaman af. Fjarðabyggðaliðið, B- riðill sem Viktor var í.. náði þó ekki væntanlegum árangri sínum. Þeir lentu í fimmta sæti en allavaga, þá gerðu þeir sitt besta og voru bara ánægðir með þann árangur.

Viktor fór svo til Reykjavíkur með pabba sínum og hans fj. Föður amma hans var jörðuð á mánudaginn var. Ég ætlaði mér að mæta við jarðaförina, en áréð að vera bara með þeim í huganum í staðinn og hugsa fallega til fjölskyldunnar. Þar sem Jónatan Emil er ekki mjög bílaglaður, þ.e. honum finnst ömurlegt að þvælast í bíl. Ég lagði bara ekki í að keyra suður og austur aftur á tveimur dögum með hann í bíl.

Í staðinn framlengdum við hjónin Akureyrardvölina um einn dag og ákváðum að gera okkar besta til að skemmta litla kútnum. Enda höfum við ekki farið neitt þrjú saman utan tveggja daga til Akureyrar þegar Jónatan var tveggja ára. Haldii að það sé??

Við fórum með dreng í sund, fengum okkur Hlölla og fórum svo í bíó.. Við fórum í bío kl. 6 og sáum Bolta. Það var snilldarmynd og guttinn sat alla myndina og skellihló þegar við átti.

Í hléinu fóru þeir feðgar á klósettið og þá sagði þessi elskulegi prins: Pabbi, þetta er besta kvöld ævi minnar!!

Vá, það þarf ekki mikið til að gleðja lítil hjörtu! Bara smá samvera með fjölskyldunni, burt frá vinnu og öðru áreiti. Við fórum svo í jarðböðin á heimleiðinni og vorum svo komin heim undir kvöldmat.

Fyrir þá sem hafa heyrt lagið hans Ladda um Skúla Óskarsson, þá vitið þið að þar er hetja á ferð. Jónatan Emil hlustaði óteljandi sinnum á lagið í ferðageislaspilaranum sínum á heimleiðinni. Uppi á Jökuldal kíkti snáðinn út um afturgluggann og horfði upp í himininn. Svo kom eftirfarandi setning:Góði guð, viltu láta mig vera Skúli Óskarsson þegar ég verð orðinn stór, AMEN!!


Góð helgi..

Þessi helgi mín var ekki eins og  flestar helgar í sveitinni!! Hér var mikill gestagngur og mikið um að vera. Vaknaði á laugardagsmorgun og fór í gymmið.. Tók greinilega of mikið á því ég er að drepast úr harðsperrum. Svo fengum við heimsókn.. Magnús Aðils besti vnur kom í heimsókn til Nóna. Hann var staddur hér vegna skýrnar frænku sinnar. Jónatan fór svo í afmæli og svo var bara gestagangur fram eftir kveldi..

Í dag fórum við svo í skýrnarveislu í veiðihúsið í Breiðdal. Litla daman fékk nafnið: Hilda Bára. flott nafn.

Svo fórum við heim og ég ætlai að gera allsherjar hreingerninguá mettíma.. En viti menn, húsið mitt fylltist af gestum og ég lauk ekki við tiltektina mína fyrr en nú.. Klukkan er hálftíu.. Baðið mitt er eftir og minn daglegi tölvutími fer forgörðum einn daginn enn, nema bloggið mitt..

Ég vil helst vera klukkutíma á dag í tölvunni, meðal annars til að njósna um vini og vandamenn á Facebook. Ég elska þá síðu.. Jæja, best að fara að koma stýrinu í draumalandið, skella sérÉg í tvívídd.. svo í bað og skríða undir rúmfötin mín sem hafa verið úti í allan dag og fengu svo hreint utanyfir sig núna rétt áðan!!! Góða nótt..


Þegar ég verð orðinn stór...

Þessi setning hefur verið sögð af smákrílum um áraraðir..

Þegar ég fyrst spurði yngsta son minn hvað hann ætlaði sér að verða þegar hann yrði stór, þá var svarið: Köttur.  hreint og beint kom þetta frá hjartanu.  Einhversstaðar í millitíðinni ætlaði hann að verða Höggbor! En í dag tilkynnti hann pabba sínum að þegar hann yrði stór, ætlaði hann að reykja pípu, taka í vörina og borða þorramat!! Þetta er yngsti drengurinn minn í hnotskurn.

Eitt skyggði á gleði eldri sona minna í dag. Föðurammamma þeirra dó, eftir fjögurra baráttu við krabbamein. Viktor tók þessum fréttum með jafnargeði, enda hefur hann haft mun minna samband við ömmu sína en Daníel. Daníel minn aftur á móti tók þetta mjög nærri sér. Eins og gefur að skilja, þá umgegst hann ömmu sína mun meira þar sem hann býr á Álftanesi. Hann var með henni á banabeðinu síðustu daga og stytti henni stundirnar. Hann er orðinn 13 ára og hafði val um að vera hjá ömmu sinni. Að sjálfsögðu valdi hann þann kost að vera hjá ömmunni og stóð hann sig með mikilli prýði við að dvelja hjá henni. Daníel minn: Ég skyl að þú átt bágt núna, en mundu að ömmu líður miklu betur núna og ég veit að afi hefur tekið á móti henni opnum örmum. Kannski átti hann nokkrar kökusneiðar afgangs síðan á afmælinu sínu!!

Daníel minn,, vertu hugrakkur  og duglegur drengur.. Ég elska þig. Mamma.


Its alive..

Já, ég held að ég haldi bara áfram að virkja síðuna mína, þar sem ég get ekki fullnægt skrifþörfinni minni á þessari blessaðri feisbók sem ég var að stofna..

En það sem á mína daga hefur drifið sl. mánuð er að mestu þessi sama rútína. Nema það, að ég er farin að vinna meira. Við opnuðum líkamsræktar aðstöðu uppi í íþróttahúsinu í byrjun febrúar og þar af leiðandi fór vinnutíminn minn að mestu leyti fram í eftirvinnu. Ég vinn núna alla daga til átta á kvöldin, en hef eyður flesta daga milli tólf og hálf fjögur.

Viktor minn er á fullu í fótboltanum og erum við fjölskyldan að fara á Akureyri nærstu mánaðarmót með guttann á Goðamót. Við erum búin að fá íbúð hjá stéttarfélaginu mínu og okkur hlakkar bara til að fara í smá frí  saman. Daníel og pabbi Viktors verða einnig á Akureyri þessa helgi, þannig að drengurinn fær nóg áhorf!! Agnes 022Agnes 050


Vá, MAR...

Ætli það sé ekki best að ég setji hér inn nokkur orð um mína hagi sl. hálfan mánuð!

Ég er búin að vera með þessa bloggsíðu í gangi í rúma fjóra mánuði og á aðeins fjóra vini hér! Ekki svo að segja að ég sé vanþakklát fyrir þessa fjóra vini mína sem ég held uppi fréttum af hvunndagslífi mínu þegar tími gefst. En ég er búin að fá smjörþef af síðu nokkurri sem kallast á góðri íslensku FÉSBÓK. ÉG er mun duglegri að færa þar inn myndir og færslur, enda á ég orðið þar tæpa 100 vini á aðeins mánuði!!!! Pæliði í því. Ég ELSKA FEISBOOK.  Mér finnst alltaf jafngaman að kíkja þar inn og sjá hverjir eru að kommenta á hvern og hverjir eru að gera hvað! Ég er nefnilega drulluforvitin að eðlisfari, mþótt ekki fari mikið fyrir mér... Nema þegar ég vil það!

En ég ætla að reyna að halda uppi þessari síðu minni, allavega nærsta mánuð... Ef ég fæ einhver komment á að gera það. Annars...... Hætti ég með þetta blogg og verð eingöngu með feisbókina mína.. Tao góðir vinir. Læt fylgja með nokkrar myndir af jólunum mínum..des 08 001

Siljan okkar að útskrifast.


Næsta síða »

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband