21.7.2008 | 12:53
Brrrr.. ekki er sumarið mitt búið?
Við hjónakornin eftirlétum drengjunum okkar að fá margumbeðið trapolín í vor. Þetta er alveg drullugaman og er ég búin að vera hin duglegasta að hoppa með börnunum. Þar kemur bersýnilega í ljós að grindarbotninn er ekki í toppstandi því það liggur við að maður mígi á sig eftir 10 mínútna hopp!! En eitthvað hefur þetta nú trassast að festa gripinn við jörðina, enda líka bara hásumar og engin von um vinda, eða hvað? Kl hálftvö í nótt vakti Sigþór mig með eftirfarandi setningu: Jæja, þar fór trampólínið!! Jú, jú,, þar fauk gripurinn okkar út í á með leifum fellibyljarins Bertu.
Helvítis Berta.. Ekki nenntum við hjónin að rífa okkur upp um miðja nótt og fara og elta trampolín, þannig að það bíður okkar það skemmtilega verkefni í kvöld að fara út í á og drösla þessu heljarinnar stelli aftur á sinn stað...
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þykir þú vera með góðan grindarbotn að þurfa ekki að míga fyrr en eftir 10 mínútna hopp, ég hljóp inn á klósettið eftir fyrsta hopp sem sagt 5 sekúndur af því að mér fannst ég vera að míga á mig
Sigrún Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.