26.7.2008 | 18:59
Sumarið loksins komið hjá Jónatan Emil...
Núna ganga í garð svokallaðir Franskir dagar á Fáskrúðsfirði. Þar er minnst franskra sjómanna og haldin hátíð þeim til heiðurs. Við vorum að sjálfsögðu á svæðinu og ég fór eiginlega gagngert til að uppfylla sumardraum minnstamannsins. Það er nefnilega KANDYFLOS á priki. Hann hefur nokkrum sinnm í sumar fengið candyflos í boxi, en spyr mig þá gjarnan : mamma, kenær kemur sumaris segar ég fær kandyflos mes priki? Og þannig var það í dag. Við fórum fjögur og horfðum á trúða á stultum, hittum Karitas kærustu Jónatans, minnsti mann fór í hoppukastala og svo var það toppurinn... Candyflos með priki.
Hann Nonni mágur minn hefur sett inn myndbandið af Jónatan ógna löggunni á yoytybe, undir :Harkaleg árás. Þökk sé þér Nonni minn... Endilega kíkið á þetta snilldarmyndband þar sem ég get ekki sett það hér inná þessa síðu.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.