Sigþór Geitungabani...

Eiginmaðurinn var að slá garðinn okkar í dag þegar illskeyttur geitungur stakk hann í handarbakið! Kom hann (Sigþór) inn allur lurkum laminn að eigin sögn! Muldraði mikið um hversu þetta hefði verið vont og hvursu hann dauðkenndi til! Hringdi í Jóa bró og sagði honum fréttirnar, tengdó og Krissa droppuðu inn í ástandið og fengu fréttirnar beint í æð og fengu meira að segja að sjá stunguna!

 En nú var mínum nóg boðið, hann klæddist mótorhjólagallanum og var með flugnanet á höfði og réðist til atlögu. Hann fór og tók bensín á brúsa, bleytti handklæði í bensínu og kveikti í. Svo var handklæðinu skutlað inn í holubú geitungsins og allt saman brennt til kaldra kola. Kústskaft var svo notað til að ýta handklæðinu lengra inn í holuna. Sissi geitungabani og Viktor Breki stóðu svo sigri hrósandi álengdar og fylgdust með búinu brenna til kaldra kola! OHHHHH, hann er hetjan mín, þessi elskulegi eiginmaður. Nú er kannski smuga að fara út á pall og fá næði fyrir geitungum...ssssssssssss.fyrstu myndirnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Vá.  Eitt slíkt bú nýfarið af pallinum mínum.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.7.2008 kl. 21:20

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Og úr bílskúrshurðinni minni :), nú hef ég enga afsökun lengur fyrir að sækja ekki garðáhöldin

Solveig Friðriksdóttir, 28.7.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband