1.8.2008 | 10:27
EEEmil, strákskratti!
Núna er ég eins og Alma, mamma Emils í Kattholti.. Jónas granni kom hingað yfir í fyrradag. Hann var nokkuð alvarlegur á svipinn kallinn og sagðist vilja tala við okkur hjónin undir sex augu! Hann var nú svo sem ekki að ásaka neinn, en grunaði samt sterklega litla Emil okkar. Við hjónin röltum með nágrananum yfir á bílastæðið hans og kíktum á ósköpin. Jú, jú, það var ekki um að villast, þetta var handverk sonar okkar. Flotti Landcruserinn á nærsta bílastæði var fínlega rispaður á þremur hliðum! Geri aðrir betur.
Ég náði í litla sökudólginn og spurði með minni blíðustu röddu : Hvað notaðirðu þegar þú varst að lita á bílinn hans Jónasar? Smá gretta kom á litla andlitið og svo smá þögn. En svo stóð ekki á svarinu: Ég notasi bara pínulítinn stein, en ég gerri ekki sona mikis. Setta kom bara sona mikis af sjálfusér!! Ójú, sökudólgurinn fundinn og foreldrarnir þurfa svo sannarlega að notfæra sér heimilstrygginguna.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.