Nú er það bara brennsla...

Ég er tarnamanneskja. Dettur stundu ýmislegt í hug og er rosalega dugleg í því í ca. einn, tvo mánuði og svo STOPP. Það sama gildir um heilsuna mína. Svo ekki sé minnst á að ég reyki tíu til tuttugu síkarettur á dag. (allt eftir því hvað ég er að gera yfir daginn) En ég hef ofnæmi fyrir fitu og vil ekki fara yfir 60 kíló. Ég er 1,63 á hæð og ef ég er 57 kíló er ég verulega sátt við sjálfa mig. En ég hef það markmið að ef ág fer yfir 60 kíló, þá fer ég í strangt aðhald. En þar sem ég hef verið heima í mánuð með mína þrjá stráka og þeirra vini, hefur ekki alltaf fundist tími til að yfirgefa svæðið og fara út að skokka. En núna steig mín á viktina í síðustu viku og hún sagði mér hreint út að ég væri að nálgast 64 kílóin.... Það kom mér svo sem ekkert á óvart. Það eru komnir keppir yfir gallabuxurnar mínar og hliðarfellingar meðfram brjóstahaldaranum mínum. Einnig örlar á fellingum aftan á bakinu þar sem haldarinn skerst inn undir síðurnar!!!! OOOOOOH, þetta er ömurlegt. getur maður bara ekki verið eins og maður er flottastur þegar maður er búin að ná sér eins og maður vill vera? Nei, nei, þetta er stanslaust púl. Þannig að ég dreyf mig í gær og í dag út að hlaupa og kom svo heim og lyfti loðum og gerði magaæfingar með slendertoninum mínum í 40 mínútur. Þetta skal tekið með trompi núna nærsta mánuðin, þangað til ég er komin niður í 57 aftur. Þá loks get ég hætt!!!!!

Þá dettur mér í hug einn geggjaðasti brandari ever: Eiginkonan við eiginmaninn: Heyrðu elskan, ég er að spá í að láta stækka á mér brjóstin.

Eiginmaðurinn: Nú, er það ekki svo asskoti dýrt?

Eiginkonan: Jú, en mér er alveg sama.

Eiginmaðurinn: Það hlýtur að vera til einhver auðveldari leið. Prófaðu að nudda klósettpappír á milli brjóstanna á þér þrisvar á dag.

Eiginkonan: Ha, klósettpappír, heldurðu að það virki?

Eiginmaðurinn: Nú, það virkaði allavega á rassgatið á þér!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Hehe, langt síðan ég hef heyrt þennan. Ég var einmitt að gera mér 90 daga plan og gott að vita að fleiri eru að taka sig á.

Solveig Friðriksdóttir, 5.8.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Mæ mæ god!

Þú vilt ekki vita hver kílótalan mín er, staðan er allavega 1-0 fyrir þér!

Knús

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 8.8.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband