Sellery með hvítlaukssósu.....ummmm, besta sem ég fæ!

Ég er ,að ég held hinn ágætasti kokkur og elda nánast daglega. Ég hef mjög gaman af að prófa nýjar uppskriftir og smakka mismundandi mat. Samt eru pissur ávalt í uppáhaldi hjá mér og svo nætursaltaður fiskur með hömsum og rúgbrauði. Einhverra hluta vegna þá hef ég aldrei keypt sellery til að nota í matreiðslu. Eeen, ég fór á Volare kynningu hjá Hrafnhildi vinkonu í síðustu viku og var hún með sellery á boðstólum ásamt öðru grænmeti. Svo dýfðum við þessu í Voga ídýfu og ég áta á mig gat!Þetta grænmeti er það besta sem ég hef smakkað. Ég er búin að kaupa þrjú knippi síðan í síðustu viku og bleyti í á hverju kveldi með Voga hvítlaugsdýfunni góðu og kjammsa á! Þvílíkt gott. En guð minn góður vonda prumpuliktin sem kemur af þessu!! Það er eins og það sé úldinn hundur inni í mér!!!!Endilega prófið þetta ef þið viljið fá að vera ein heima!

En hvað um það. Núna er ofurrólegt í kotinu okkar. Stóru bræðurnir eru hvorugir heima. Viktor er á fótboltamóti á Sauðárkróki og Daníel fór með pabba sínum í ferðalag. Þá erum það bara við hjónin og litli maurinn okkar. Við tókum rúnt í dag á Reyðarfjörð og skoðuðum í fyrsta skipti stríðsminjarnar á safninu. Við duttum sjálfkrafa inní árin 1940- 1950. Þetta var stórkostleg tilfinnining að hlusta á rispaðar vínelplötur á eldgamaldags grammafón (handsnúinn) og sitja í bragga á forláta trébekkjum með fúkkalykt fyrir vitunum og horfa á gamlar stríðsmyndir í svarthvítu með tilheyrandi rispum á skjánum. Jónatan var einnig mjög heillaður af öllum byssunum og sverðunum ásmt gömlum járnhjálmum og gasgrímum. Þetta var þvílík innlifun fyrir okkur þarna inni, en svo gengum við að lokum út í þennan gerspillta tölvuvædda heim. Stundum vildi ég að allt væri eins og það var fyrir þrjátíu árum.Þá var allt svo spennandi. Ég fann lykt af öllu: vorinu, haustinu , dreymandi lítil stúlka labbandi með ömmu í Reykjavík og fann Bakaríisliktina sem ilmaði þegar við gengum framhjá bakaríinu og ég fékk nýbakaða kringlu með kúmeni. Liktin af síldinni á haustin, liktin af náttúrunni allri. Núna rennur öll þessi likt saman við mengun frá bílum, álverum og öðrum þessháttar mengunarvöldum. Ekki það að ég sé neitt á móti bílum og álverum, heldur bara það að þetta virtist allt vera svo notalegt og rólegt. En samt, þá tel ég það forréttindi fyrir mig að velja þá leið að ala börnin mín (allavega tvö þeirra) upp úti á landi. Ég sé ekki fyrir mér hvernig hann litli Emil minn myndi fá þá útrás sem hann þarf í brasinu sínu og útstáelsinu í Blokkaríbúð í Reykjavík. Takk fyrir það.Sumar 08 005Sumar 08 001Sumar 08 008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Litlu krummaskuðin úti á landi eru alltaf best fyrir barnauppeldið, ekki gæti ég hugsað mér að búa í borginni með börnin því þá myndu þau ekki kynnast náttúrunni....kv frá Ísó

Sigrún Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Techy

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband