17.8.2008 | 16:26
Yndislegur dagur
Það er búin að vera einhver tölvuleti í mér að undanförnu.. Ég hef ekki kíkt einu sinni á póstinn minn í fjóra daga. En nú er letidagur, öðru nafni innidagur vegna rigningar og ég hef verið inni í allan dag. Ég hef ekkert afrekað innandyra nema hnoða í kókoskúlur með yngsta kallinum á heimilinu. Ég ætlaði ekki að nenna að standa uppúr sófanum, vildi bara helst sofna og nennti ekki að sinna honum fyrir fimm aura. En eftir mikið rell um að baka kökur sem tækju langan tíma að baka, lufsaðist ég út úr sófanum og smellti saman haramjöli og gummsi. Þær voru bara nokkuð góðar, með hnetusmjöri, kaffi, kakói smá Agave sírópi og svo ekki sé minnst á Herbalife prótein með cookis and creem bragði! Drullu heilsusamlegt og skratti gott! En svo fékk Jónatan leikfélaga þannig að ég tók mér tölvutíma og ætla að segja ykkur hvað ég gerði í gær!!!
Ég og mín fjölskylda fórum í brúðkaup,, liggaliggalái. Svava og Óðinn giftu sig í Kirkjunni hérna og svo var glæsileg veisla í íþróttahúsinu á eftir. Svava var að vonum hin allra glæsilegasta og Karitas, Magnea og Anna Thelma vru brúðarmeyjar og þær voru æði. Þvílíkt flottir kampavínslitaðir kjólar og allir ljómuðu af gleði. Jónatan minn og Karitas giftu sig svo seinna um daginn og skartaði Jónatan Emil sparihringnum hennar Karitasar! Anna Thelma var presturinn þar svo ég er ekki alveg viss um að giftingin hafi verið lögleg! En að þeirra mati var þetta gott og gilt og þau kisstust innilega að athöfn lokinni. Ég tók nokkrar myndir af herlegheitunum og skelli þeim í albúm í kvöld. Núna ætla ég að drattast út úr húsi og reyna að hlaupa fimm kílómetrana mína..
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjir voru að gifta sig...er ekki að fatta hvaða fólk þetta er.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 18.8.2008 kl. 00:16
æi hvað börnin eru mikil krútt, sætar myndir af þeim hér fyrir ofan, ekta brúðkaupsmyndir
Sigrún Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 12:54
Ji minn einasti...sætustu brúðhjón í heimi litlu skötuhjúin, borgar sig heldur ekkert að fara út fyrir ættina;)
Harpa (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.