19.8.2008 | 22:53
Enn einn leti dagur
Ég fór í sumarfrí þann fyrsta júlí. Þá fór ég á N1 mót með miðjubarninu og þegar ég kom heim var Daníel elsti sonur minn kominn. Við fórum ekkert í sumarfríinu, það er að segja ekkert í ferðalag, heldur var ég mjög dugleg að þvælast með þá um firðina og svo enduðum við bara heima á kvöldin. mVið fórum í Atlavík, Egilsstaði ,Eskifjörð í sund, Norðfjörð í Sund, aftur Norðfjörð á hátíð og svo framveigis. En svo fór Daníel fyrir rúmri viku. Ég átti að byrja að vinna eftir verslunarmannahelgina en kerfið gaf sig í sundlauginni, þannig að ég hef ekkert unnið síðan fyrsta júlí! En það er ekki þarmeð sagt að ég hafi bara leigið uppi í rúmi og sofið. Nei og nei, nei. Vinnudagur heimavinnandi húsmóður er óendaanlegur. Það e alveg satt. Þegar mamman er heima, eru börnin heima og þeirra vinir. Það þarf að þvo þvotta, baða börnin, elda mat, þrífa, skeina og sinna þessháttar störfum. En allavega, þá byrjaði jónatan í leikskólanum eftir tveggja mánaða sumarfrí, í gær. Hann var ekkert alltof himainlifandi að fara, en ég þurfti á pásu frá börnum að halda og sendi hann í leikskólann. Ég er í óþökk móður minnar búin að sækja um fyrir hann í leiksk. á Fáskrúðsfirði frá og með fyrsta október. Þar eru nítján börn á hans deild á hans aldri á meðan þeir eru tveir á þessum aldir hér og meira að segja þeir tveir elstu. Hin börnin eru milli eins og þriggja ára þannig að mérfinnst hann ekki fá það sem hann þarf að fá hér í leikskólanum.
Þetta er tilraun hjá mér og svo kemur bara í ljós hvernig hann fílar sig og hvað hann vill gera. Ég ætla að leifa honum að velja. Þetta er yngsta og síðasta barnið mitt og þótt hann sé oft eins og Emil í Katthotai, ætla ég samt að leifa honum að ráða. En úr einu í annað, þá er ég bara búin að veltast hér heima í kring um mig og mín börn, en nú er loks farið að sjá fyrir endann á því. Sundlaugin verður sennilega komin í stand um helgina, þannig að þar með er heimavinnunni lokið. Jippý skippý.........
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hlakka ég til að komast aftur í pottinn
Solveig Friðriksdóttir, 20.8.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.