20.8.2008 | 21:41
Ég vildi að ég væri tannlæknir...
Ég fór til tannlæknis í dag, sem er nú kannski ekki frásögu færandi. En ég hef verið ofsalega dugleg að láta passa uppá tennurnar mínar eftir að ég komst til vits og ára. Ekki var það svo í den að það væri passað uppá að ég burtsaði tennurnar mínar, hvað þá að mér yrði hjálpað við það. Þess vegna eru mínar mynningar um tannlækna sem barn hræðilegar. Bor og bor og stór silfurfylling í hverja tönn. En allavega, þá hef ég gætt þess vandlega að láta alltaf hreinsa einn silfurklump úr og skella þess í stað hvítu plasti í eina tönn í senn þegar ég læt gera við í mér. Síðast fór ég í maí. Þá lét ég gera við eitt brot í framtönn og setja hvítt plast í tvo jaxla þar sem farið var að sjást í tannbeinið. Það voru tvær doppur á stærð við títuprjónshaus. En eitthvað hefur þetta nú verið gert í fljótheitum, því báðar fyllingarnar og brotið úr framtönninni duttu úr. Ég hringdi nú í tannsa þremur mánuðum síðar og fékk tíma í lagfæringarningar í dag. Ég sem læt alltaf taka eina tönn extra við viðgerðirnar reiknaði með að kostnaðurinn í þetta sinn væri ekki svo mikill þar sem ég hlyti að fá þriggja mánaða viðgerð frítt. Ein tönn var tekin fyrir utan það og tók sú viðgerð u.þ.b. sjö mínútur. Engin mynd og engin deyfing. Gott mál. Ég fer og borga. Þrjátíu og sjö þúsund takk. Ég hváði: Ha, fyrir hvað? Afgreiðsludaman: Jú, fyrir fyllingu í framtönn, tvær fyllingar í jaxla og eina skiptingu á fyllingu. Ég: já, en það eru þrír mánuðir síðan hanng gerði við þrjár af þessum tönnum, er þetta ekki í ÁBYRGÐ??
Afgreiðsludaman: (skrapp inn og talaði við tannsa) kom svo fram og pikkaði í tölvuna. Ók, hann gefur þér 20% afslátt, þá gera þetta 23.550.
Ómægod. fyrir eina tönn sem tók u.þ.b. sjö mínútur. Fuckkkk, ég borga þegjandi og hljóðalaust og bölva í hljóði fyrir að ég taldi mig of gamla til að læra tannlækningar þegar ég var tuttugu og sex. Núna væri ég búin að læra og farin að stela peningum af fólki!!!! Takk fyrir það.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo ef maður kvartar þá er horft á mann eins og einhverja nánös
Res (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:13
Demitt!
Þetta er bara rugl! Bara...
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:06
algjör mafía þessir tannlæknar arrrrrrg
Sigrún Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.