Best að vera barnapía!

Ég á þrjá stráka og elska þá alla jafn heitt. Þegar ég var lítil ætlaði ég að eignast tíu börn því frá því ég man eftir mér var ég alltaf að passa. Mamma og pabbi áttu bara mig og systur mína sem er fjórum árum yngri en ég, en m ig langaði alltaf svooo hrikalega mikið í lítið systkini. Ekki varð mér að ósk minni svo ég notfærði mér parnapíustörfin út í ystu æsar. Ég passaði börn fyrir flestar mæður í þorpinu þegar ég var á aldrinum 6-15 ára. Svo þrgar ég var flutt að heiman um 18 ára aldur, haldiði þá ekki að mamma og pabbi hafi komið með eitt örverpi sem er í dag 18 ára gamall fjallmyndalegur drengur. Hann var  fyrir mér frekar sem frændi en bróðir því aldursmunurinn var svo mikill. Svo tóku við mínar barneignir og passanir fyrir vinkonur mínar. Leikfélagar barnanna minna og frændsystkin. Í dag er ég ekki á því að fylla uppí þennan draum minn að eignast tíu börn. 'Onei, kvótinn er búinn. En haldiði bara ekki að ég sé að verða stóra systir núna 35 ára gömul? Ójú, pabbi gamli er að koma með enn eitt örverpið nú á sextugsaldrinum!! Þetta verður fyrir mér enn meira frændsystkini en bróðir minn. Ekki að ég sé neitt ósátt við að fá eitt lítið kríli til að hnoðast í og kúsa. En akkúrat á þessum tímapunkti vill ég bara fá að vera ég. Ekkert snít, ekkert skein, ekkert suð fyrir eyrunum: mamma komdu aðeins, mamma þetta og mamma hitt. Ég er leið á börnum í bili! Samt get ég aldrei verið lengi án baranna minna þegar ég er farin að sakna þeirra. Ég ætla mér líka að verða besta amma í heimi þegar ég verð stór. Alltaf boðin og búin að passa barnabörnin mín, því þá get ég líka skilað þeim aftur!!!! Einn góður vinur miðsonar míns sagði við mig í dag: Amma mín á Akureyri, hún reykir síkarettur, drekkur svart kaffi og drekkur brennivín! Þannig amma ætla ég að verða!brúðkaup 009brúðkaup 015brúðkaup 011brúðkaup 017brúðkaup 004

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Hahaha, eitthvað kannast ég við lýsinguna á ömmunni

Solveig Friðriksdóttir, 26.8.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband