Tína ber, skessan er ekki heima!!!

Nú fer í hönd berjatíminn mikli. Ég er ekki allskostar dugleg við að tína berin, eiginmaðurinn sér vanalega að mestu um þá hlið. En ég tek jafnan þátt í að hreinsa berin og safta þau. Við pressum krækiberin og setjum þau á flöskur og frystum þau, án allra aukaefna s.s. sykurs o.þ.h. Það er ógeðslega gott að þamba ískalda krækiberjasaft, tandurhreina og ferska. En við fjölskyldan ásamt einum vini Viktors, skelltum okkur þó í ber í gær. Þetta var gersamlega æði. Aðalbláberin og krækiberin  voru þarna á lyngjunum eins og það hafi verið hellt yfir þau. Þvílíkt mikið var af þessu. Ég tók að mér að tína aðalbláberin með höndunum og kallinn réðist á krækiberin með tínu. Þegar ég var komin u.þ.b. í hálfa fötu var gólað: mamma, ég sarf as kúka!

Ég: já, já , ég er að koma. Ég hljóp til litla stráksins míns og ætlaði bara að gera eins og mamma gerði í den. Bara girða niður og halda undir fæturna og láta það flakka. En ónei. það kom sko ekki til mála. Nei, ég vil bara kúka heima, í klósettis. Ég kann ekki as kúka í grasis!

Ég: Jú, jú þegar maður er uppi í fjalli og þarf að kúka, þá kúkar maður bara þar. Enginn sér mann og maður skeinir sig bara með laufblöðum! ( ein voða ákveðin og ætlaði sko að láta vaða).

Arrrrrg og garrrrg, nei, ég ætla bara as kúka heima. Ók, vissi að þetta þýddi ekki. berjamóinn var úti og við fórum heim. Kallinn kom svo heim síðar með 40 lítra af krækiberjum og 5 lítra af bláberjum Húrra fyrir því!brúðkaup 023brúðkaup 022brúðkaup 021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Margar sögur get ég sagt af mér og mömmu þinni úr berjaferðum.  Mig langar heim !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:29

2 identicon

Kvitt kvitt Hanna mín. Frétti að ég kvittaði aldrey svo ég fór að leita af síðu frá þér. 'Eg er ekki með síðu. Hvenær eigum við að hittast hópurinn 1973 mótel. Kveðja úr Kópavogi

Maddý (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband