Og ekki dauður enn.....

Nei, nei, ég er á lífi. Ég hef bara einhverrahluta vegna ekki verið mjög áköf að setjast við tölvuna. Ég er í hálfgerðri togstreytu við sjálfa mig. Þannig er mál með vexti að ég er að fara til Kongsins Köbenhawn á morgun. Eg er flughræddari en nokkur flughræddur maður á jarðríki. Þetta er mitt þriðja sinn sem ég fer út fyrir landsteinana og hin tvö skiptin voru fimm tíma kvöl fyrir mig í hvort sinn. Ekkert aukahljóð má heyrast í vélinni, þá eru lappirnar á mér komnar uppí sætið og í hvert sinn sem 'kling' heyrist þegar flugstjórinn talar, þá held ég að hann sé að segja okkur að bilun hafi orðið í vélinni og við þurfum að nauðlenda... Þetta er ömurlegt.

En allavega þá hef ég mikið spáð í að fara til doksa á morgun og fá tvær róandi. Eina fyrir hvora ferð. En svo aftur á móti kemur upp sú hugsun: hummm, Ef vélin ferst, þá er ég jafndauð, hvort sem ég er á róandi eða ekki. Hvað á ég að gera?

En allavega, þá er ég að fara með leikskólanum út í danaveldi aðfaranótt fimmtudags í námsferð. Við skoðum tvo leikskóla , annan Waldorf leikskóla eftir stefnu Rudolfs Stener og hinn er úti í skógi. Þetta er drulluspennandi og ég hlakka mikið til, en helst vildi ég að ég væri komin út, búin að skoða allt, fara í tívolí ,VERSLA, fara niður strikið, skoða Kristjaníu og komin heim aftur, heilu og höldnu! En nú tek ég einn dag í einu. Eg fer ekki til doksa, flýg út og vona bara að allt verði í í gúddý.

En smá brandri af litla prins í lokinn. Jónatan Emil fór til Önnu Ívars í morgun og ætlaði að spyrja eftir  magnúsi Aðils. Hann kom fljótt heim aftur og sagði: Mamma, sas var örugglega enginn heima. Sas var enginn bíll og ég kallasi Goggely go og enginn svarari!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband