11.9.2008 | 23:02
Ömurlegt, en samt gaman.
Ta, ta... komin heim frá Danmörkinni. Þetta var svaka gaman. Við skoðuðum tvo leikskóla og svo gengum við Svava Strikið upp og niður og fengum okur möndlur og bjór! Við versluðum eins og við gátum og fórum í Tívolí. Ég var mönuð í rússíbanann og það er það hræðilegasta sem ég hef gert um æfina. Ég var með það á hreinu að hann færi út af brautinni og ég myndi deyja. Haldiði ekki að þetta sé manía fyrir dauðanum. Ég get bara ekkert að þessu gert.Ég er hrikalega lífhrædd. Ég fór bara að veiða plastendur og veðja á lukkuhjól á meðan hinar skemmtu sér konunglega í hinum hættulegustu tækjum. Ég borðaði Krókódíl og kengúru í Danmark og fór á Nýhöfn og týndi svo fyrir rest myndavélinni minni. Það var það ömurlegasta í ferðinni. Ég var búin að taka svo geggjaðar myndir af íkornum og litlum skítugum tásum í öðrum leikskólanum, þar sem börnin voru bara úti í skógi að baka pönnslur á tásunum og borða epli af trjánum. Þetta var ólýsanlega geggjaður leikskóli. En best af öllu í þessari ferð þótti mér að koma heim og knúsa kallana mína. Ég byrjaði í hinni Reykjavík þar sem við lentum og þar hitti ég stóra strákinn minn og við fórum á Kfc. Harpa fór með okkur líka og litli sætasti frændinn minn hann Haukur Atli var að sjálfsögðu með múttunni sinni. Svo komum við mamma heim um tíuleytið og ég knúsaði kallana mína í ræmur. UMMMMMM, best að vera heima!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.