13.9.2008 | 15:18
Mömmur eru bestar.
Mér datt í hug að setja þetta á blað því það veit guð hvað ég er þakklát fyrir að eiga hana mömmu mína. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hennar. Það sem hún er alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig í sambandi við mig og börnin mín. Alltaf til í að passa fyrir mig og meira að segja BÝÐST stundum til þess. Þannig að ég hef ekki á tilfinningunni að ég sé að troða þeim til hennar eða þá að hún nenni alls ekki að hafa þau. Núna er ég að vinna í sundlauginni og eins og oft áður er ég með Jónatan Emil hjá mér. Kolbrún Björk vinkona hans er hér líka með honum. En haldiði ekki að mín elskulega móðir hafi hringt og boðið honum í nýbakaðar pönnslur og vinkonan var líka meira en velkomin. Þetta kann ég svo sannarlega að meta. Mér finnst fátt leiðinlegra en þegar ég hef það á tilfinningunni að ég sé að þröngva börnunum mínum upp á annað fólk. Og ég hef sagt það áður og segi það enn:ég ætla að vera svona góð amma!
Ég læt hér á eftir fylgja ljóð frá elsta syni mínum.
Elsku mamma.
Ég vildi bara segja að mér þykir alveg rosalega vænt um þig.
Og hvað þú ert góð.
Mamma gefur manni:
ást og kossa
hlýju í brjósti
fyndnar hugmyndir.
En ekki:
kökur og sælgæti,
nammi, gos og snakk.
Mjólk og góðgæti.
En þó...
stundum gefur hún manni þetta allt.
Elsku Daníel minn: takk fyrir þetta,
þín mamma.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú átt yndislega mömmu skilaðu kveðju til hennar frá mér....
Sigrún Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 21:08
Æi, en fallegt!
Var einmitt að hugsa það um daginn að mig langar einmitt að fá strákana í kósíkvöld og gistingu á næstunni- þið hafið gott að tveggja manna kósíkvöldi skötuhjúin!
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 14.9.2008 kl. 19:23
Fallegt.......................
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.9.2008 kl. 14:24
Já hún er sko best í heimi;)
Söknum ykkar svoooooo
Harpa systir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.