15.9.2008 | 23:01
Vá, púl og púl....
Herra guð..
Ég lokaði sundlauginni minni í gær eftir að Hr. Hákon dýralæknir og heilbrigðisfulltrúi hafði komið í heimsókn til mín og gefið út skriflegt leyfi á lokun. Yfirbreiðslan á lauginni er rifin og hún er úr einhvernskonar frauðplasti. Sundlaugin er öll útí bláum korktætlum og spurning hversu hollt það er fyrir fólk að gleypa það í smá skömmtum! Ég náði í yfirmanninn minn um fimm leytið í dag og útskýrði málið fyrir honum. Hann var frekar ruddalegur við mig að mér fannst og hreytti í mig að ég skyldi bara tæma laugina, þrífa hana og fylla hana aftur og hann hefði svo bara samband við mig aftur á morgun. Ertu að meina þetta? Ég spurði hann í efasemdartón. Já, já, ekkert rugl með þetta. Það er búið að vera nógu mikið bras með þessa laug í sumar. Drífðu bara í þessu. Ég: hummm, já, ókei. Heyrumst þá á morgun. Bless.
En ég er ekki viss um að sumir hafi gert sér grein fyrir því að það tekur tvo daga að tæma laugina, einn dag að þrífa hana, tvo daga að fylla hana aftur og fjóra til fimm daga fyrir vatnið að hitna aftur. Hrikalegur kyndingarkostnaður fylgir að sjálfsögðu þar sem við erum ekki með hitaveitu. Svo er sundlaugin lokuð fyrir veturinn eftir tvær vikur! Já aftur, herra guð. Ég geri bara eins og mér er sagt og dríf mig í herlegheitin..
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.