Regnboginn

Já, regnboginn er undarlegt fyrirbæri, sérstaklega í augum lítils barns, sem fátt skilur sem er ekki áþreifanlegt. Jónatan Emil er að undanförnu oft búin að spyrja mig út í regnbogann. Hvenær kemur sól og rigning saman svo ég sjái regnbogann? Ég: kannski bráðum. Ég læt þig vita ef ég sé hann. Í morgun sá ég svo hinn undursamlega regnboga inni í Stöðvardal. Ég: Nóni, komdu og sjáðu, það er regnbogi núna! Litli pjakkurinn minn kemur hlaupandi og kíkir út um gluggann. Mamma, ég ætla að fara út og koma við hann! Nei, nei, ástin mín. Það er ekki hægt. Hann fer alltaf lengra og lengra í burtu þegar þú nálgast hann.  Nei, hann er þarna, ég er mjög fljótur að hlaupa. Ég get hlaupis til hans alveg strax!  Ég: nei, nei, horfðu bara á hann, hann hverfur eftir smá stund. Litli kallinn horfir hugfanginn á regnbogann smátt og smátt fjara út. Grátur... Mamma, hann er farinn. Hvert fór hann? Úppps. enginn svör. Ég veit ekki hvert hann fór. Hann gufaði bara upp! Jú, sjáðu til kallinn minn. Þegar sólin fer bakvið skýin, þá glampar ekki lengur á rigninguna og þá hverfur regnboginn.

Nóni: já en mamma, kert fóru sá litirnir??? ÆÆÆÆ, sumt er bara ekki hægt að útskýra. Sorrý elskan mín!ljósakvöld 060Picture 017Picture 012back_2319_20080508145047


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband