23.9.2008 | 20:41
Krabbi, krabb.
Fór í hina árlegu annarshves skoðun í dag, mér til mikillar ánægju eins og flestum konum sem ég þekki. Ég veit ekki með ykkur, en mér væri frekar betur við ef gamall og hrumur karl krukkaði í píkunni á mér heldur en ung kona með frekknur og frekjuskarð. Æi, mér finnst þetta svo leiðinlegt: Glenn, Slumms og stroka. Jess, þetta er komið. En Nei og nei, það þarf að þreifa líka. Arrg og garrg innan líkamans. Hummm, þetta er allt mjúkt og fínt. Já, þakka þér kærlega fyrir. Ég held að karlmönnum þætti þetta jafnleiðinlegt og ef kall-læknir þyrfti annaðhvert ár að troða puttanum uppí rassgatið á þeim! Já, hvernig væri það? Bara aðeins að tékka á blöðruhálskrabbameini í leiðinni?????Litli Spædermaðurinn minn!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þá er bara að líta á jákvæðu hliðarnar, spáðu hvað þessar reglulegu skoðanir eru búnar að bjarga lífi margra kynsystra okkar þar sem náðst hefur að greina í tæka tíð og koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Alveg þess virði að mínu mati
Solveig Friðriksdóttir, 23.9.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.