29.9.2008 | 12:12
Haldiði ekki bara?
Ójú.. Ég er búin að fá nýja myndavél! Hún elskulega múttan mín arfleiddi mig að gömlu vélinni sinni eftir að eins og fyrr hefur komið fram, ég týndi minni í Köben. En ég var svo heppin að það voru fleyri en ég sem tóku myndir og græddi ég töluvert myndasafn hjá móður minni útprentað á disk. Þetta eru náttúrulega ekki eins GÓÐAR myndir og þær sem ég var búin að taka, en kærkomin sárabót samt sem áður!!! (æi, fyrirgefðu mamma, ég meinti þetta ekki!) Ég skelli nokkrum myndum inn í kvöld, en má til með að setja eina inn núna.. Já þetta er hún ég með teskeiðarskaft uppi í nefinu!! Ég varð að prófa þetta eftir að ég sá Skara Skrípó troða matskeið uppí nefið, en ég lét teskeið duga hjá mér, allavega í bili á meðan ég er að þjálfa mig!!!!!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.