Það eru bófar á Stöðvarfirði!!

Jú, það er þá kannski satt að hér séu fleiri bófar en Jónatan Emil. Fyrir þá sem hafa farið inná Youtube og skráð hjá sér: Harkaleg árás, sjá þeir son minn í öllu sínu veldi ráðast til atlögu að lögreglunni! En hinn ofurkjarkaði sonur minn var í heimsókn hjá Axel besta vini sínum kvöld eitt um daginn. Hann fór um sexleytið til hans og ætlaði sjálfur að labba heim. Það eru ca. 200 metrar á milli húsa með upplýstum götuljósum. Og enn ekki kominn svartasti tími ársins. Um hálfátta koma Jónatan, Axel og Ingþór innúr dyrunum.  Ég: hæ, eru komnir gestir? Ingþór : Nei, það eru til svo margir bófar á Stöðvarfirði! Ég: Ha, er það Jónatan??  Jónatan: Já, ég sorri ekki as fara einn heim. sas er komin so mikil dimma úti as allir bóarnir eru farnir úr skóginum! Ég: úr skóginum, hvaða skógi? Jónatan:  Úr skóginum okkar, seir eiga heima sar og fara so út segar dimman kemur, sá sorri ég ekki aleinn heim!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband