1.10.2008 | 22:29
Það eru bófar á Stöðvarfirði!!
Jú, það er þá kannski satt að hér séu fleiri bófar en Jónatan Emil. Fyrir þá sem hafa farið inná Youtube og skráð hjá sér: Harkaleg árás, sjá þeir son minn í öllu sínu veldi ráðast til atlögu að lögreglunni! En hinn ofurkjarkaði sonur minn var í heimsókn hjá Axel besta vini sínum kvöld eitt um daginn. Hann fór um sexleytið til hans og ætlaði sjálfur að labba heim. Það eru ca. 200 metrar á milli húsa með upplýstum götuljósum. Og enn ekki kominn svartasti tími ársins. Um hálfátta koma Jónatan, Axel og Ingþór innúr dyrunum. Ég: hæ, eru komnir gestir? Ingþór : Nei, það eru til svo margir bófar á Stöðvarfirði! Ég: Ha, er það Jónatan?? Jónatan: Já, ég sorri ekki as fara einn heim. sas er komin so mikil dimma úti as allir bóarnir eru farnir úr skóginum! Ég: úr skóginum, hvaða skógi? Jónatan: Úr skóginum okkar, seir eiga heima sar og fara so út segar dimman kemur, sá sorri ég ekki aleinn heim!!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.