Nei, ég TARÚI þessu ekki!

Haldiði ekki bara, það er orðin hvít jörð hérna. Eins og ég var að vona að það byrjaði ekki að snjóa í desember og jörð yrði orðin auð í byrjun janúar. Þetta var ömurlegur vetur síðasta vetur. Alltaf að skafa og festast í stæðinu hjá mér, ekki búið að riðja allar götur og alltaf að festa sig. Kaldasti kuldinn úti og grílukerti hangandi úr nefinu ef maður vogaði sér út fyrir hússins dyr. Ojbarasta, nenni ekki að fá annan svona vetur..

En úrt séð frá því, þá átti sér stað mjög skemmtilegt samtal á milli mín og Jónatans á leiðinni heim frá Reyðarfirði í dag. Laddi er númer eitt í bílnum hjá mér þessa dagana og kemur fyrir að ég þarf að hlusta á Búkollu eða Jón Spæó átta til tíu sinnum i röð eftir því hvað ég keyri hratt yfir á Reyðarfjörð þegar ég er að erindast! En í dag þá fékk ég óvænt að leifa disknum að rúlla eftir að búkolla var búin tvisvar. Þá kom lagið: Ég er afi minn.

Jónatan: mamma, kas síði as ljúga??

Ég: það er sama og segja ósatt, plata.

Jónatan: sá er sessi marur as ljúa. Hann segir, ég er afi minn, en hann getur ekki veris afi sinn sí hann er bara krakki en afi er gamall.

Ég: jú mikið rétt .

Jónatan: hann er bara as syngja um ljúis sí hann er as ljúa sessu öllu saman!!

Mikil heimspeki þarna og miklar pælingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Knús til þín

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.10.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband