11.10.2008 | 22:14
Hugrenningar í dagsins önn..
Það fer víst ekki varhluta af því að það sem er efst á bógi hugsanna minna í dag er þessi síumtalaða kreppa. Ég reyni hverja stund að leiða hugann að einhverju öðru þegar þessi hugsun poppar upp í gríð og erg. Eru landsbankabréfin okkar orðin 0 kr? Af hverju lækka hlutabréfin okkar um fjórðapart og hækka þau aftur?? Þetta er efst í undirmeðvitundinni þessa dagana. En svo reyni ég þess á milli að' hugsa um hvað ég hef það gott. Ég á þrjá yndislega stráka, dásamlegann eiginmann, bestu mömmu og bestu systur í heimi og ég hef heilsuna í fínu lagi líka. Hvað getur maður beðið um meira? Jú, peningar eru ekki allt. En samt. Þetta átti að vera til þess að gera eitthvað skemmtilegt fyrir. Ég hef til dæmis aldrei farið með börnin mín erlendis. Ég hef samt farið þrívegis utan, í fjóra daga hvert sinn. Mig langar hrikalega til að fara með börnin mín og sem flesta úr minni fjölskyldu í utanlandsferð og leyfa krílunum að vera á naríunum og striplast í sjó og borða ís! Ég vona svo sannarlega að allt fari á besta veg svo við hjónakornin eigum áfram okkar varasjóð og þurfum ekki að lepja dauðann úr skel ásamt örugglega fjölda íslendinga sem hafa tapað óhemju miklum frárhæðum og kaæinnski aleigunni sinni í sparnað sem þeir héldu að væri traustur.
En æi, best að hætta þessu eymdarvæli. Eins og áður hefur komið fram, hef ég góða heilsu ásamt mínum nánustu og hvað get ég beðið um meira? Ég skelli inn nokkrum nýlegum myndum hér á eftir..
Lofa að vera jákvæðari nærst!!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.