Bella símamær!

 NÉg er ótrúlega löt að taka upp símtólið og hringja í þá sem mér eru kærastir, þar eru aðallega Harpa systir og Ásdís besta vinkona mín efst á kortinu mínu. Ég tala við þær að meðaltali tvisvar í mánuði en þá tölumst við við að minnsta kosti í klukkutíma í senn. En ég vildi óska að ég gæti droppað í heimsókn til þeirra þegar ég vildi. Krissa mágkona flutti á Reyðarfjörð í fyrra og er það mér ómæld ánægja að geta kíkt í einn kaffibolla til hennar þegar ég er á ferðinni norðureftir eftir kl. fjgur á daginn og svo erum við bara asskoti duglegar að vera í bandi þess á milli og láta börnin okkar hittast. En eitt má ég þó eiga og það er að ég tala við elsta drenginn minn Daníel á nánast hverjum degi. Oftast er hann þó fyrri til að hringja í mig en oft segi ég þ íá við hann : skelltu á og ég hringi í þig. En það er mér mjög mikils virði að fá að heyra daglega frá honum. Ekki er alltaf nægilegt umræðuefni hjá okkur mæðginunum svo oft berst talið að því hvað sé í matinn hjá honum þar sem oft er hringt í kring um sjöleytið. Síðustu þrjá daga hefur eftirfarandi verið: Já, já, hvað ertu svo að fara að borða? Daníel: umm, ég held að það séu hjörtu! Ég: ó, hjörtu. mér finnast þau ekki góð. En þér?  Daníel: nei, ekkert sérstök.  Nærsta dag: Já já ástin mín... Hvað er svo í matinn hjá ykkur í kvöld? Daníel: lifur, steikt lifur með lauk.. Ég: umm, það er æði. Finnst þér það ekki? Daníel: Nei, mér finnst það ekki gott. Dagur þrjú: Jæja ástin mín hvað svo hjá ykkur í matinn í kvöld??? Nýru. Ég: vá hjörtu, lifur og nýru, voru þið að taka slátur?  Daníel: nei, svona er þetta bara í kreppunni, maður þarf að borða allt Íslenskt. Það er lang ódýrast!!! Guð minn góður hvað ég elska þetta barn. Oft er hann erfiðari en allt sem erfitt er, en oftari en ekki er hann betri en allt sem best er. Elsku Daníel minn. Þú ert alltaf velkominn til að koma til okkar, þú veist það.

Núna í okkar síðari samtölum er hann búinn að impra oft á því að hann vilji koma og flytja til mín. Okkur föður hans samdist það þegar við slitum samvistum að þeir mættu ákveða þegar þeir bæru þroska til,  hjá hvoru foreldrinu þeir vildu búa og nú tel ég að því þroskastigi sé náð. Þar sem drengirnir eru 10 og 12 ára. Daníel minn veit það að hann getur komið til okkar þegar hann vill og vona ég svo hjartanlega að það verði bara sem fyrst, þótt svo að hann sé í fyrirmyndar skóla og fái vart betri kennslu. En hann er skugginn minn og hvar er ég án skuggans míns???

afm.balaborg 174


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband