Snillingur

Ég er í tvöföldu starfi, samkvæmt ráðningasaminigi er ég í einu starfi. Sundlaugarvörður á sumrin og íþróttahúsvörður á veturna. Þar sem ekki eru fullbókaðir tímar í íþróttahúsinu yfir vetrartímann er ég í 20 % starfi í leikskólanum. Vinn tvo daga vikunnar eftir hádegi þar. Í dag var leikskóladagur hjá mér eftir hádegi og það var hakkí matinn. Inga (amma) fóstra spurði borðgesti: vitið þið hvaðan við fáum þetta kjöthakk?  Jónatan Emil var ekki lengi að svara: Já, úr hakkavélinni!!! Brilliant svar hjá drengnum mínum..

Annars var ég mjög önnum kafin í dag. Vaknaði um sjö og kom miðjubarninu í skólann. Horfði svo á smá barnatíma með minnstamanni og tók hann svo til í leikskólann. Þar nærst píndi ég mig í útihlaupið, tók sex kílómetrana í morgunsárið og kom svo heim og lifti lóðum í hálftíma. Þar tók við hressilegt kalt bað, smá andlitslyfting og svo leikskólinn. Að honum loknum fór ég til múttu minnar og hjálpaði henni með parketleggingu ásamt Sindra bró. Kom síðan heim og eldaði soðinn fisk með sætum kartöflum og sméri. Tölvaðist síðan smá fyrir pabba minn og notaði tækifærið í leiðinni að blogga!!!

Tao í bili.. Hanna Björk..sumarið er tíminn..flottasti rassinn!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saknaðarknús........

Harpa systir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband