Viktor Breki

Nónaherbergidanmörkin 022danmörkin 018viktors herbergimedalíurnardanmörkin 027Þegar maður á lítinn gutta sem er óttalegur grallari, verður það oftast efst uppi á teningnum afrekin hans yfir daginn.  annaðhvort uppátækin hans eða heimspekilegar spurningar eða hugdettur um daginn og veginn. Þá vill stundum gleymast að ég á líka annan dreng sem býr hjá mér og heitir Viktor Breki. Hann er miðjusonur minn og hann er það barn sem minnst hefur farið fyrir af mínum drengjum þremur.

Hann er duglegur og vel gefinn drengur. Hann vaknar að eigin ósk kl sjö á morgnana, þótt skólinn byrji ekki fyrr en kl. 8. Hann vill hafa nógan tíma til að vakna, borða morgunmatinn sinn sem hann mallar sér sjálfur, klæða sig, bursta tennur, greiða sér, útbúa nestið sitt og leggjast svo smá stund aftur uppí áður en klukkan verður 7.55. Þá leggur hann af stað í skólann. Það þarf heldur nánast aldrei að reka hann í rúmið, en á fimmtudögum vakir hann lengur því þá horfir hann á Prison Break! Þá fer hann oftast ekki að sofa fyrr en að nálgast 11. Annars er hann búin að bjóða góða nótt flest kvöld um 10 leytið..

Fótbolti er hans líf og yndi og fer hann með rútu tvisvar í viku á Reyðarfjörð á samæfingar til að iðka þá íþrótt. Hann er einnig í söng, trommum og bassa í tónlistarskólanum Allt þetta passar hann uppá að mæta tímanlega í og stendur sig 100% í því. Hann biður nánast aldrei um pening, en veit að hann má láta skrifa hjá mér Egils kristal og ostaslaufu áður en hann fer á fótboltaæfingarnar. Sem dæmi um nammineysluna hans, þá má nefna að hann fór af sjálfsdáðun í nammibann í fyrra sem stóð í níu mánuði! Geri aðrir níu ára krakkar betur!! Páskarnir voru þó inni í þessu og ég keypti handa honum páskaegg. Hann borðaði eggið, en gaf vinum og vandamönnum nammið innanúr því.

Hann tók uppá því uppá sitt einsdæmi að bera út dagskrárblaðið okkar í húsin einu sinni í viku og fær borgað fyrir það hjá Dagskrá Austurlands. Það var Jónatan Emil ómæld ánægja að hann skyldi gera það því hann ætlar að verða póstmaður þegar hann verður stór! Oft er Jónatan búin að teikna fullt af myndum og ætlar svo með þær út og bera þær í húsin! Verður svo hundfúll þegar hann er stoppaður af.. En þarna fékk hann gullið tækifæri til að æfa sig og gengur hann oft með bróður sínum um allt þorpið að bera út dagskrána. Sá stutti biður um að fá að fara í viss hús í bænum þar sem hann kannast við heimilisfólkið og opnar bara og gengur inn og kallar: Hæ, hérna er póstmarurinn kominn!! Viktor Breki er mjög duglegur að leifa bróður sínum að vera með sér og tekur hann óspart í markmannsþjálfun þegar hann fer á sparkvöllinn, en þar fer nánast allur hans frítími fram. Já, ég get endalaust talið upp kostina hjá þessum unga manni, en að sjálfsögðu hefur hann líka galla eins og við öll. Hans stærsti galli er þrjóska, en sumir myndu bara segja að það væri kostur. Í skólanum stendur hann sig með mikkilli prýði og fyrir síðustu próf ákvað ég að láta hann alveg sjá um þetta sjálfann. Ég ætlaði að fá að sjá það svart á hvítu hvað hann kynni, því mér finnst stundum alltof lítill tími fara í heimanámið. En viti menn, drengurinn var með einkannir frá 7,5 og uppí 10! Brilliant einkannir að mínu mati. Hann er Manchester maður í húð og hár ( þökk sé pabba hans) sem snemma kom því inn hjá drengnum að halda með því góða liði. Þótt fyrstu æfingarnar hans þegar hann var sex ára gamall hafi að mestu leyti gengið útá það að vera í eltingaleik við Svein Húna og gera ímyndaða snjóengla á gólfinu,, Þá hefur hann tekið miklum framförum á því sviði og er stefnan hans nú í dag að verða atvinnumaður í fótbolta! Ég verð aldrei leið á því að segja söguna af því þegar hann spurði mig í hittifirra hvort að ég héldi að hann kæmist í Manchester þegar hann yrði stór! Ég svaraði treglega að eins og hann vissi, þá veldi svona stórt lið bara þá bestu í heiminum til að vera í liðinu sínu. Sá stutti var þá ekki lengi að svara á móti: Ohh, þarf ég þá að vera í Liverpool??? Viktor minn, þú ert frábær. Þín mamma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband