20.10.2008 | 21:21
Brrrr...
Mér þykir heldur meiriháttar leiðinlegt þegar ískuldi er úti og rok. Þá fellur það um sjálft sig að hlaupa úti, sem ég er búin aðeinsetja mér að gera á hverjum degi. Ég tel mig samt þó nokkuð duglega í hlaupunum. Ég hleyp að meðaltali 30 kílómetra á viku. Ég reyni að komast út að hlaupa fimm sinnum í viku og tek þá fimm km. í senn. En þegar nístingskuldi vindur nísta merg og bein kýs ég heldur að halda mig inni. Ég tek þá gjarnan í bekkpressuna í kjallaranum og lyfti handlóðunum mínum og tek nokkra tugi af armbegjum. Ég á einnig undravert tæki fyrir magann sem kallast slendertone. Það er magabelti sem ég keypti í hreysti og kvíði þvílíkt fyrir í hvert sinn sem ég þarf að setja það á mig. En það er mitt markmið að drulla því á mig dag hvern í 40 mínútur í senn. Þetta er nokkurskonar raflost sem kreppir magann sundur og saman í 3 sek. í senn í 40 mín. En í dag var ekki hlaupaveður, þannig að magi og armar fengu að kenna á því.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
,,,Bara smá forvitni er þetta slendertone eitthvað að virka............
Res (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.