21.10.2008 | 21:31
fótbolti er ojbara...
Ég á þrjá syni, miðjusonurinn er alger fótboltafíkill. Í barnæsku var stimplað í hann að hann ætti að verða Manchester maður og er hann það enn. Fastur í því mynstri 10 ára gamall. Í kvöld var man leikur og bauð hann þremur vinum sinum heim. Ég bý í litlu húsi þer sem eldhús og stofa eru opin hvert öðru og ég kemst þess vegna ekki hjá því að vera samdauna herlegheitunum þegar lætin ganga yfir. Fjórir tíu ára strákar að horfa á leik, allir með beina útsendingu á leiknum hver fyrir sig og drulluspenntir!! Þetta er æði. Ég kúplaði mig þó að mestu ú úr geyminu, eldaði fyrir þá Takko og laumaði mér í tölvuna með hedfónana!! Jónatan sem á að verða Manchestermaður skaust á milli mín í tölvuna og til æstra áhangenda og hafði sem von var meiri áhuga á því að fara í sprotaleik heldur en að horfa á útsendinguna af leiknum. Hann var samt sem áður í manchesterbúningi til að stiðja sitt lið, en þurfti þá að kúka svo hann berháttaði sig sem endranær og kom á rassinum fram, hinum eldri drengjum til mikillar armæðu!
Tölvugúrúinn... Þess skal þó getið að ég er manna spenntust þegar landsliðið okkar á í hlut enda gömul fótboltakemmpa sjálf!
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.