Eitthvað svo bólgin...

Ég á bækurnar um Heimilislækninn, en ég hef ekki þorað að fletta því upp hvað geti eiginlega verið að mér. Ég stunda mín útihlaup af miklum móð sex daga vikunnar, ég tek Hydroxycut sem á að vera eitt virkasta fitubrennsluefni í heimi, ég er ekki komin á breytingaskeyðið, en samt.... Ég bólgna öll út þótt ég borði heilsufæði kvöds og morgna! Kannski ekki allt kvöldið, ég narta stundum pínulítið í osta, saltstangir og smá bingókúlur ef þær eru til á heimilinu. Sem er ansi oft. Ég skil bara ekki af hverju þær komast alltaf ofan í körfuna mína í Krónunni. Allt í einu þegar ég er að  fara að borga, þá eru kannski þrír, fjórir pokar í körfunni sem fara á færibandið og svo bara borga ég. Þetta er ótrúlegt. Svo bara kemur þessi bólga á mig. Ég sem síðustu tuttugu ár (fyrir utan meðgöngur) hef notað buxnastærð nr 8 til 10 þarf skyndilega að kaupa mér buxur í stærð 12. Hummm,, Ætti ég kannski að fara að briðja Ibufen? Það er jú bólgueyðandi er það ekki? Jú ég kýs það frekar en að sleppa kúlonum. Þetta er örugglega ekki út af þeim..

En svona að öllu gamni slepptu, þá er ég að fara í kvöldnart átak frá og með hér og nú.. Punktur og Basta. Ég ætla ekki að enda sem feitt gamalmenni,, hrolllll. Sjáum hvað viktin segir við mig um jólin þegar ég verð búin að splæsa mér í þennan Indverska sem hægt er að nota á 30 mismunandi vegu!

En hann Daníel minn er að koma á morgun og eftir honum ríkir mikil eftirvænting á heimilinu. Danniboy, ég hlakka til að sjá þig.. ástarkveðja, mamma.fyrstu myndirnar 097


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband