31.10.2008 | 16:29
Ég var bænheyrð í dag!!
Ég er búin að vera í bölvuðu barsli með þetta ágætasta heimilistæki sem kallast baðvog.
Alveg þar til í apríl á þessu ári hef ég verið þokkalega sátt við gripinn, fyrir utan tvö, þrjú kíló kannski. En síðasta hálfa árið virðist eitthvað ástand vera á fjandans tækinu. Allavega hefur skrokkurinn að tarna þyngst um heil sjö til átta kíló á rúmu hálfu ári. Hummm, hvað er ég að gera vitaust? Ég hleyp reglulega og reyni að borða hollt, enginn rjómi og ekkert maíones hér á bæ. Fór aðeins að pæla í þessum ósköpum þegar eiginmaður minn fór að hafa orð á þyngdaraukningu hjá sjálfum sér. Hann sem hefur ætíð verið þessi tannstöngull! Jú,, kannski var eitthvað til í þessu hjá honum Brynka gamla í vor þegar hann lét mig hafa hálfsárs skammt af forláta töflum til að slaka á í svefninum. Sú gamla var komin í einhverja sefnkrísu og var vaknandi á klukkutíma fresti alla nóttina. Mér þótti þetta heldur hvimleytt og leitaði á náðir Doxa. Hann útbjó fínan lyfseðil og þetta átti að vera þriggja mánaða skammtur. Ég steinrotaðist hálftíma eftir inntöku þessarar himnesku gjafar til mín og steinsvaf alla nóttina. EEEn nærsta dag var ég avo drullusybbin að ég gat vart staðið í lappirnar, hvað þá haldið augunum opnum þótt ég notaði tannstöngla til að halda þeim uppi!
Þannig að þessi þriggja mánaða skammtur breyttist í sex til sjö mánaða skammt, því ekki tímdi ég nú að henda út slökuninni minni og var því að maula þetta í mig í smá brotum. Maðurinn minn stalst í þetta undralyf síðustu mánuði til að vera fullúthvíldur nærata morgun.
Allt í einu í síðustu viku eftir miklar vangaveltur um aukakílóin, mundi ég eftir þessari setningu doktorsins: Lyfið getur haft í för með sér þyngdaraukningu! Mikið djöfulli var ég fegin að fá kannski útskýringu á þessum ósköpum.. Töflurnar sem eftir voru fengu flugferð í ruslið og svo var farið að huga að megrunarplönunum.
En haldiði þá ekki að það hafi gengið innum mínar dyr engill!! Jú, hún Solla mín birtist þar og bað migum að taka þátt í verkefni fyrir sig og þar var inní HEILSUSKÝRSLA!! Uppálögð í núverandi ástandi og hvaða markmið ég set mér. Ákvörðun var tekin á staðnum: 60 kíló um jólin.
Það eru átta kíló sem skulu fara fyrir þann 24. des. Fjögur í nóv og fjögur í des.. Ég skal....
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja ekki er leitt að vera líkt við engil. Nú ríður á að vera dugleg og fara eftir öllu því sem ég predika hehe.
Solveig Friðriksdóttir, 31.10.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.