6.11.2008 | 10:18
Í höfuðstaðinn skal haldið
Ég bjó í henni Reykjavík í tíu ár hérna á mínum unglingsárum til tuttugu og sjö ára. Þá flutti ég aftur á æskuslóðirnar og bætti við mig einu barni. Hérna líður mér bara best og hvergi annarsstaðar myndi ég frekar kjósa að búa með börnum mínum og manni. En samt eru hér auðvitað gallar eins og annarsstaðar. T.d eru einir þrjátíu kílómetrar í lágvöruverslun og aðra góða þjónustu. Hér er ekki mikið úrval atvinnu og má ég teljast heppin að hafa starf sem mér líkar mjög vel við.
En samt finnst mér afar nauðsynlegt að skreppa í höfuðborg Íslands svona tvisvar, þrisvar á ári. Þá aðallega til að hitta systur mína og hennar fjölskyldu og vinkonur og vini. Oftast hef ég notað tækifærið og verslað eitthvað handa familýunni enda ekki mikið úrval af allskyns glingri og dóti hér sem ég bý! En núna er komið að því að skreppa í bæinn.. Við mamma ætlum að fara á morgun og vera í fimm daga. Strákarnir mínir fá að sjálfsögðu að koma með, en eiginmaðurinn ætlar að kúldrast einn heima. Þeir sem hann þekkja vita ástæðuna.. en hinir sem ekki vita, þá ÞOLIR hann ekki Reykjavík! Hann um það, þá getur hann bara verið einn heima í sinni fílu.. Hu, hann um það!!!!!
En ég hlakka óstjórnlega til að hitta mannskapinn í bænum. Ætli ég sleppi ekki verslunarerindum í þessari ferð að mestu, því ég á ekki mikla PÉNINGA núna frekar en aðrir. Nota bara tímann í að kíkja í kaffi hér og þar og skiptast á slúðursögum... grrr, ég hlakka SVO TIL.
REYKJAVÍK.. HERE WE COM.
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:19 | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
huh það er ekki verið að láta mann vita hehe.skemmte þér
Adda bloggar, 7.11.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.