15.11.2008 | 22:00
og ekki dauður enn...
Jú, jú, ég er komin heim úr kaupstaðnum.. en hef bara ekki verið í miklu tölvustuði.
Notaði "dauða tíma" í að fara í gegnum fataskápa og eldhússkápa. Smá byrjun á jólahreingerningu.
Vá, hvað er stutt í jólin! Ég svindlaði smá í bænum. Var búin að segja að ég ætlaði ekkert að versla en ég fór samt í R.L. búðina og verslaði jólagjafir handa yngstu kynslóðinni. þá er það frá. Bara eftir hinir fullorðnu. Það eru samt ansi margir sem eru eftir í fullorðinsmannatölunni. En ég afgreiði það samt á sem auðveldastan hátt í sambandi við kostnaðinn. (eða ég reyni það)
Það var ofurgaman að vera hjá systu minni og hennar fjölskyldu. Ég kítkti einnig til minnar bestu vinkonu Ásdísar. Hún er flutt í nýtt hús með sínum manni og þu eru að grafa mjög djúpa holu í garðinum. Þessi hola er búin að vera málið á þeim bæ í ansi langan tíma og hlakka ég mikið til að sjá hvað verður úr þessum margra klukkutíma eyðslu tíma hjá manninum hennar...
Jónatan Emil fílaði sig í botn í höfuðstaðnum, fékk að prófa boltalandið og æfintýralandið. Hann fékk einnig að fara í keilu með stóru bræðrunum. En það var samt best af öllu að koma heim.
Ég segi það enn og aftur: HEIMA ER BEST..
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó já heima er best.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.