17.11.2008 | 22:20
Hægt og sígandi..
Sentimetrarnir mínar fara af mér hægt og sígandi. 17 cm. farnir á tveimur vikum. Ég hef ekki verið neitt óstjórnlega dugleg að hlaupa, enda hafði Reykjavíkurförin sitt að segja. Ég hreyfði mig ekkert nema bara búðarráp í fimm daga. Miðað við verslunina hefði ég haldið að það væri nóg, en greinilega ekki! Kílóin flugu ekki á móts við centimetrana. En ég trúi því statt og stöðugt að þetta sé bara vöðvauppbygging!! Spyrjum að leikslokum. Enn eru eftir fjórar vikur af prógramminu í klúbbnum, en ég hef mitt markmið til 24. des. að vera orðin 60 kíló. Það skal takast hjá mér.
Miðjubarnið mitt hann Viktor Breki varð 11 ára í gær. Veislan fór fram í búllu bæarins. Pissupartý fyrir grísina og svo fór ég með liðið, 16 krakka, í íþróttahúsið í fótbolta. Allt gekk þetta samkvæmt áætlun og held ég barasta að allir hafi verið ánægðir með herlegheitn. Afmælisprinsinn var hinn ánægðasti og fékk heilar 20.000 krónur í afmælisgjöf í kreppunni. Haldiði ekki bara??
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hi hi hanna , til hamingju med stora strakinn ,11 ara thettar er ekkert sma fljott ad lida.styttist i fermingu hja ther .
gaman ad fylgjast mer ykkur herna alltaf fullt ad ske hja ykkur .
kv stina og jennifer hanna
stina og jennifer hanna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.