margt og mkið

danmörkin 010Já margt hefur verið um að vera hjá  familíunni að undanförnu. Árshátíð grunnskólans þar sem Viktor fór á kostum í leikatriði.  jólamarkaður ársins var í dag og var ég þar með Volare vörurnar mínar ásamt harðfisk og hákarli fyrir bóndann. Ekki sögum að spyrja, þetta gamla íslenska, hákarlinn og harðfiskurinn seldist lang mest!! Mig vantaði meiri hákarl.. Ég hringi í bóndann sem sá um reddingarnar.. Stuttu síðar hringdi bóndinn til baka í mig og hafði þá klessukeyrt bílinn okkar í erindiagjörðunum.  Guði sé lof þá slapp eiginmaður minn óskaddaður, en BÍLLINN MINN ER NÁNAST ÓNÝTUR.. Við borguðum upp lánið af honum fyrir mánuði síðan og ákváðum þá í hallærinu að taka hann úr kaskó... Arrrg, búin að vera að borga Kaskótryggingu af gripnum í fjögur ár og ekkert gerst og svo mánuði síðar... bang. Uppi sitjum við svo með ónýtan bíl og enga tryggingu.. Úfff, en ég lít á þær björtu. Þetta hefði getað farið verr. Skítt með bílinn, Við eigum jú, hvort annað..

Smá brandarari af Jónatan Emil í lokinn.

Við fórum í bankann á föstudaginn og jónatan opnaði dyrnar á bankanum. Hann hrópaði inn um dyrnar: Hei, kas erus sis as gera hér? Vitis sis ekki as bankinn er kominn á hausinn og sis erus bara hér í vinnunni??? Æi á þetta blessað barn mitt, hann hefur margt rétt til síns máls..

Guð geymi ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Gott að enginn meiddist í öllu havarínu.

Solveig Friðriksdóttir, 24.11.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband