9.12.2008 | 21:47
Dagurinn í dag!
7.15. Ræs. útbúinn morgunmatur fyrir miðjubarnið og litli kútur fékk sér líka Weetos með ískaldri mjólk. Tekin til samloka í nesti og unglingurinn kvaddur bless í skólann.
Litastund hjá hinum mæðginunum fram að níu og þá brunað með yngsta soninn í leikskólann.
Fimm tilraunir gerðar til að komast heim í bílastæðið, en alltaf stoppaði bíldruslan spóladi fyrir framan nærsta hús... Á endanum gafst ég upp og lagði bílnum bara í nærsta bílastæði og hringdi svo í nágranann og útskýrði málið. Helvítis druslan hreinlega dreif ekki upp brekkuna.
Ég fékk að sjálfsögðu að geyma nýju Toytuna mína í nágrana stæðinu.
Þá hnoðaði ég í þrjár smákökuuppskriftir og fór svo aðeins að pakka inn jólagjöfum. Síðan fór ég í ræktina mína og hljóp í rúman hálftíma og lyfti lóðum. Engin vinna í dag svo ég fór heim í bað og hélt svo áfram með smákökurnar.
Náði í litla guttann um eitt og hann kom með mér heim og hjálpaði mér að hnoða í fiskibollur...
Hrikalega er ég dugleg!! Fórum svo út í jólamyndatöku hjá Agnesi Klöru. Eftir myndatökuna var jólaföndur á leikskólanum og fórum við að sjálfsögðu þangað.
Þegar heim var komið, setti ég súkkulaði á 254 endapunkta, steikti 122 fiskibollur og baðaði minnstamann og hjálpaði unglingnum að læra...
Þetta er daguinn minn í dag.. Ég er núna Drullusibbin, en á eftir að fara í bað og ætla svo að setja á mig maska og chilla svo fyrir framan imbann.. Enda svo kveldið á að lesa í Vetrarborginni eftir Arnald vin minn.
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.