Góð helgi..

Þessi helgi mín var ekki eins og  flestar helgar í sveitinni!! Hér var mikill gestagngur og mikið um að vera. Vaknaði á laugardagsmorgun og fór í gymmið.. Tók greinilega of mikið á því ég er að drepast úr harðsperrum. Svo fengum við heimsókn.. Magnús Aðils besti vnur kom í heimsókn til Nóna. Hann var staddur hér vegna skýrnar frænku sinnar. Jónatan fór svo í afmæli og svo var bara gestagangur fram eftir kveldi..

Í dag fórum við svo í skýrnarveislu í veiðihúsið í Breiðdal. Litla daman fékk nafnið: Hilda Bára. flott nafn.

Svo fórum við heim og ég ætlai að gera allsherjar hreingerninguá mettíma.. En viti menn, húsið mitt fylltist af gestum og ég lauk ekki við tiltektina mína fyrr en nú.. Klukkan er hálftíu.. Baðið mitt er eftir og minn daglegi tölvutími fer forgörðum einn daginn enn, nema bloggið mitt..

Ég vil helst vera klukkutíma á dag í tölvunni, meðal annars til að njósna um vini og vandamenn á Facebook. Ég elska þá síðu.. Jæja, best að fara að koma stýrinu í draumalandið, skella sérÉg í tvívídd.. svo í bað og skríða undir rúmfötin mín sem hafa verið úti í allan dag og fengu svo hreint utanyfir sig núna rétt áðan!!! Góða nótt..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt hér inn á þessa fínu síðu og datt í hug að kvitta.Takk fyrir mig.

Sigurjón Snær. (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband