Nenni ekki neinu..

Nú fara þeir árlegu dagar í hönd sem ég bókstaflega nenni alls engu.

Mig langar að sofa út dag eftir dag, fá mér hony nut cerios, einn kaffi bolla og kíkja smá í tölvuna og svo skríða aftur undir sæng og dorma frameftir.

En það er ekki svo að það sé í boði. Veit ekki af hverju, en ég er með óstöðvandi tiltektar áráttu.

Hef verið þannig síðan ég man eftir mér. Ég bý í frekar litlu húsi, ca. 75 fermetrar og þar er allt dót okkar fjölskyldunnar.  Geymslu-dótinu er hrúgað saman á neðri hæðina, þar sem þvottahúsið og geymslan sjálf er. Aldrei fer ég útúr húsi öðru vísi en vera búin að búa um rúmin, vaska upp og moppa gólfin og svo ganga frá því helsta sem liggur þar sem það á ekki að vera. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég moppi amk. þrisvar á dag, þríf klósettið einu sinni til tvisvar á dag, þríf baðið með hreinsiefni og grænum svamp einu sinni á dag og þurrka nánast af öllum hillum og sjónvarpi annan hvern dag. Svona er ég bara. Oft líður mér ekki vel að vera svona og mér líður hvergi betur en þegar ég kem í önnur hús þar sem er drasl. En ég ÞOLI ekki þegar ég kem í hús þar sem ég límist við gólfin og það er kám og ryk á öllu!!

En núna er ég á því stiginu að ég nenni ekki framúr að sinna börnunum. Vildi helst að þeir redduðu sér bara sjálfir og vöskuðu upp eftir sig og bjyggju um rúmin sín og settu fyrir mig í eins og eina þvottavél og tækju einn stuttan vals með moppuna um gólfin og færu svo bara út og kæmu ekki aftur inn fyrr en um hádegi! (þá væri kannski tilbúin súpa og bauð fyrir þá).

En þar sem ég er heima fram að eitt á daginn, með ungann minn og ungling, ekki svo að segja að unginn hafi ekki fast pláss í leikskóla staðarins. Hann harðneitar hins vegar að nota hann. Hann er búin að vera í fríi í mánuð og skólinn búinn svo unglingurinn er líka heima. En nú var ég í klukkutíma pásu frá börnum að tjá mímar tilfinningar, núna eru börn og buru komin heim svo friðurinn er úti fyrir tilfinningarugl.. svo bless í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband