14.6.2009 | 22:54
Partýdagur..
5 ára afmælis-dagur yngsta sonar míns rann upp í gær. Reyndar er hann fæddur þann tíunda, en haldin var veisla í tilefni dagsions í gær. Mesti spenningur aldarinnar var fram að fyrsta: ding- donginu. Fyrsti gesturinn kominn. Gestirnir komu síðan einn af öðrum nærsta hálftímann og veislugleðin í hámarki. Pakkar í massavís og bara gleði. Svo var afmælissöngurinn sunginn við undirspil gítarleiks pabbans og allir kátir. Viktor Breki fór svo með partíið í heild sinni inn í sitt herbergi og setti Bolt á,. (það er nýútkomin mynd á DVD.) Nærstu 70 mínúturnar gátum við eldra fólkið spjallað saman í algerri þögn!
Vá þvílíkt barna afmæli!! En svo eftir áhorfið komu grísirnir aftur fram og fengu sér seinni skammtinn af veislumatnum. Eftir Nóna afmæli var svo haldið inná Óseyri í afmæli hjá Írisi Ósk sem átti afmæli þennan dag. Litla skottan sú!!
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.