Jóla-hvað?

Ég er eins og flestar húsmæður, jólasveinninn á heimilinu. Kannski einstaka pabbi sem man eftir að láta gott í skóinn, en ég þekki fáa feður sem standa í slíku! Þegar maður er um það bil að festa svefn þessa þrettán daga fyrir jól, poppar upp í hausinn á mér! Æi, helv... skórinn. Hlaupið fram og skutlað einhverju skemmtilegu í barnsskó,, sem stendur einn og yfirgefinn úti í glugga og bíður eftir að vera fylltur af nammi eða dóti. Eða þá kannski kartöflu.. Hummm. Ég á dreng sem er á fimmta ári og er ýkja oft uppátækjasamur og óþekkur. Ég ( jólasveinninn) hóta oftar en ekki að öruggleg komi kartafla í skó í nótt. En hún ég er svo mikil kveif.. Ég hef bara ekki brjóst í mér að lata bölvaða kartöfluna í skóinn. Ég get ekki horft uppá drenginn minn koma grátandi til mín með hráa kartöflu. Mig dauðlangar til að láta hana í skóinn hans í kvöld, því hann hefur hegðað sér fremur óstýrlega og fengið ótal ámynningar.. Á, ég að láta hana flakka, Já ég held það bara. Ég tek afleiðingunum.

Þess skal getið að ég á svo hlíðin börn að aldrei hafa jólarnir gefið þeim kartöflu!!  (mamma rola)9 Desember 011m


Æinei..

Í kvöld var Kompás þátturinn í endursýningu og ætlaði húsbóndinn sér að horfa á hann. Tilkynnti hann yngsta syninum það þegar sá stutti kom með teikniborðið sitt til pabba og bað hann um að teikna fyrir sig hákarl. Staðnæmdist litli maðurinn fyrir framan sjónvarpið og innti eftir efninu. Gjaldþrot, skuldir, innheimta, greiðsluþjónusta, slæm staða fjárhags o.þ.h. Hljóp sitli stubburinn okkar inn í herbergið sitt og kom fram með baukinn sinn (sem nýlega hafði verið tæmdur í bankabókina, en eftir voru nokkrar danskar krónur) Pabbi minn, þú mátt sko eiga allar mínar skuldir!!! Stoltur rétti drengurinn pabba sínum baukinn með dönsku krónunni... Jónatan Emil, þú ert bestur.Man leikur 018

Dagurinn í dag!

Hnoðað í fiskibollur7.15. Ræs. útbúinn morgunmatur fyrir miðjubarnið og litli kútur fékk sér líka Weetos með ískaldri mjólk. Tekin til samloka í nesti og unglingurinn kvaddur bless í skólann.

Litastund hjá hinum mæðginunum fram að níu og þá brunað með yngsta soninn í leikskólann.

Fimm tilraunir gerðar til að komast heim í bílastæðið, en alltaf stoppaði bíldruslan spóladi fyrir framan nærsta hús... Á endanum gafst ég upp og lagði bílnum bara í nærsta bílastæði og hringdi svo í nágranann og útskýrði málið. Helvítis druslan hreinlega dreif ekki upp brekkuna.

Ég fékk að sjálfsögðu að geyma nýju Toytuna mína í nágrana stæðinu.

Þá hnoðaði ég í þrjár smákökuuppskriftir og fór svo aðeins að pakka inn jólagjöfum. Síðan fór ég í ræktina mína og hljóp í rúman hálftíma og lyfti lóðum. Engin vinna í dag svo ég fór heim í bað og hélt svo áfram með smákökurnar.

Náði í litla guttann um eitt og hann kom með mér heim og hjálpaði mér að hnoða í fiskibollur...

Hrikalega er ég dugleg!! Fórum svo út í jólamyndatöku hjá Agnesi Klöru. Eftir myndatökuna var jólaföndur á leikskólanum og fórum við að sjálfsögðu þangað.

Þegar heim var komið, setti ég súkkulaði á 254 endapunkta, steikti 122 fiskibollur og baðaði minnstamann og hjálpaði unglingnum að læra...

Þetta er daguinn minn í dag.. Ég er núna Drullusibbin, en á eftir að fara í bað og ætla svo að setja á mig maska og chilla svo fyrir framan imbann.. Enda svo kveldið á að lesa í Vetrarborginni eftir Arnald vin minn.  


Með köttinn á Herbalife...

Ekki svo að köturinn minn sé neitt að springa úr fitu. Nei, nei,, hann er hálfsárs síamsangóru blanda og hrikalega sætur og skemmtilegur. Ég byrja mína morgna á að fá mér einn léttan sjeik með vanillubragði til að komast í gang. Hinn áðurnefndi kisi minn bíður spenntur eftir að heyra hljóðið þegar ég byrja á að hrista blönduna og bíður svo með sperrt eyru og sperrt skott eftir að blandan góða verði klár. Þetta byrjaði bara á því að ég sat og las moggann morgun einn og grillinn var eitthvað að sniglast í kring um mig. Ég slumpaði  smá sjeik í lófann minn og hann sleikti það úr með áfergju. The rest is history.. Núna byrjum við kisi alla morgna á Herbalife og okkur líkarþað bara best!!

ÆÆÆ..

Ég er nýungagjörn með meiru, gleypi allt sem er rétt upp í hendurnar á mér. Það nýjasta nýtt núna er hin svokallaða Facebook, á Íslensku Fjesbók. Ég gleypti þetta eins og ég veit ekki hvað og núna er ég otðin húúkt á þessu. Eiginmaður minn skilur þetta gersamlega ekki því hann er hin almesti tölvunörd í heimi... Hann kann einu sinni ekki að skrolla músinni upp og niður þegar hann er að leita að einhverju!! Hann þarf hjálp við allt í tölvumálum, þessi elska! En vonandi sýnir hann mér smá skilning í sambandi við nýjasta áhugamálið mitt um þessar mundir.. Þetta er þó allnét ekki meira en klukkutími á dag í mesta lagi!!!

margt og mkið

danmörkin 010Já margt hefur verið um að vera hjá  familíunni að undanförnu. Árshátíð grunnskólans þar sem Viktor fór á kostum í leikatriði.  jólamarkaður ársins var í dag og var ég þar með Volare vörurnar mínar ásamt harðfisk og hákarli fyrir bóndann. Ekki sögum að spyrja, þetta gamla íslenska, hákarlinn og harðfiskurinn seldist lang mest!! Mig vantaði meiri hákarl.. Ég hringi í bóndann sem sá um reddingarnar.. Stuttu síðar hringdi bóndinn til baka í mig og hafði þá klessukeyrt bílinn okkar í erindiagjörðunum.  Guði sé lof þá slapp eiginmaður minn óskaddaður, en BÍLLINN MINN ER NÁNAST ÓNÝTUR.. Við borguðum upp lánið af honum fyrir mánuði síðan og ákváðum þá í hallærinu að taka hann úr kaskó... Arrrg, búin að vera að borga Kaskótryggingu af gripnum í fjögur ár og ekkert gerst og svo mánuði síðar... bang. Uppi sitjum við svo með ónýtan bíl og enga tryggingu.. Úfff, en ég lít á þær björtu. Þetta hefði getað farið verr. Skítt með bílinn, Við eigum jú, hvort annað..

Smá brandarari af Jónatan Emil í lokinn.

Við fórum í bankann á föstudaginn og jónatan opnaði dyrnar á bankanum. Hann hrópaði inn um dyrnar: Hei, kas erus sis as gera hér? Vitis sis ekki as bankinn er kominn á hausinn og sis erus bara hér í vinnunni??? Æi á þetta blessað barn mitt, hann hefur margt rétt til síns máls..

Guð geymi ykkur.


yndisleg börn...

Já, blessuð börnin. Maður fær aldrei nóg af þeim. Hummm, jú. Kannski stundum. En það er sama hvursu þreyttur maður er á börnunum sínum, þegar maður er orðin drullupirraður á þeim og vill helst að þau séu steinsofandi.. ef þau færa manni gullkorn í pirringnum, þá getur maður ekki annað en brosað.

Klukkan var orðin rúmlega 11 í gærkvöld og ég var með þá bræður uppi í hjá mér. Ég var búin að lesa Benedikt búálf og nú var komið að því að loka augunum. Þá byrjuðu prumpubrandarar.

Viktor prumpar: ummm, ég elska prumpuliktna mína..

Jónatan prumpar ennþá meira: mmm, mín prumpulikt er miklu betri. Viktor passasu sig, ekki hugsa mikis um prumpuliktina mína, sá springur í sér heilinn!

HLÁTURKÖST OG ENN MEIRI HLÁTUR Í BÁÐUM TVEIM.

Eftir að hlátrarsköllunum linnti og eftir skammir í móðurinni og skipun um algera þögn og ámynningu um að svefntíminn væri geninn í garð þá kom gullkorn frá Jónatan: Æi, viktor, sessi er alltaf jafn gósur!! Arrrg, ég gat ekki annað en brosað í gegnum pirringinn. Fariði nú að sofa..


Hægt og sígandi..

Sentimetrarnir mínar fara af mér hægt og sígandi. 17 cm. farnir á tveimur vikum. Ég hef ekki verið neitt óstjórnlega dugleg að hlaupa, enda hafði Reykjavíkurförin sitt að segja. Ég hreyfði mig ekkert nema bara búðarráp í fimm daga. Miðað við verslunina hefði ég haldið að það væri nóg, en greinilega ekki! Kílóin flugu ekki á móts við centimetrana. En ég trúi því statt og stöðugt að þetta sé bara vöðvauppbygging!! Spyrjum að leikslokum. Enn eru eftir fjórar vikur af prógramminu í klúbbnum, en ég hef mitt markmið til 24. des. að vera orðin 60 kíló. Það skal takast hjá mér.

Miðjubarnið mitt hann Viktor Breki varð 11 ára í gær. Veislan fór fram í búllu bæarins. Pissupartý fyrir grísina og svo fór ég með liðið, 16 krakka, í íþróttahúsið í fótbolta. Allt gekk þetta samkvæmt áætlun og held ég barasta að allir hafi verið ánægðir með herlegheitn. Afmælisprinsinn var hinn ánægðasti og fékk heilar 20.000 krónur í afmælisgjöf í kreppunni. Haldiði ekki bara??


og ekki dauður enn...

Jú, jú, ég er komin heim úr kaupstaðnum.. en hef bara ekki verið í miklu tölvustuði.

Notaði "dauða tíma" í að fara í gegnum fataskápa og eldhússkápa. Smá byrjun á jólahreingerningu.

Vá, hvað er stutt í jólin! Ég svindlaði smá í bænum. Var búin að segja að ég ætlaði ekkert að versla en ég fór samt í R.L. búðina og verslaði jólagjafir handa yngstu kynslóðinni.  þá er það frá. Bara eftir hinir fullorðnu. Það eru samt ansi margir sem eru eftir í fullorðinsmannatölunni. En ég afgreiði það samt á sem auðveldastan hátt  í sambandi við kostnaðinn. (eða ég reyni það)

Það var ofurgaman að vera hjá systu minni og hennar fjölskyldu. Ég kítkti einnig til minnar bestu vinkonu Ásdísar. Hún er flutt í nýtt hús með sínum manni og þu eru að grafa mjög djúpa holu í garðinum. Þessi hola er búin að vera málið á þeim bæ í ansi langan tíma og hlakka ég mikið til að sjá hvað verður úr þessum margra klukkutíma eyðslu tíma hjá manninum hennar...

Jónatan Emil fílaði sig í botn í höfuðstaðnum, fékk að prófa boltalandið og æfintýralandið. Hann fékk einnig að fara í keilu með stóru bræðrunum.   En það var samt best af öllu að koma heim.

Ég segi það enn og aftur: HEIMA ER BEST..Man leikur 004Man leikur 003


Í höfuðstaðinn skal haldið

Ég bjó í henni Reykjavík í tíu ár hérna á mínum unglingsárum til tuttugu og sjö ára. Þá flutti ég aftur á æskuslóðirnar og bætti við mig einu barni. Hérna líður mér bara best og hvergi annarsstaðar myndi ég frekar kjósa að búa með börnum mínum og manni. En samt eru hér auðvitað gallar eins og annarsstaðar. T.d eru einir þrjátíu kílómetrar í lágvöruverslun og aðra góða þjónustu. Hér er ekki mikið úrval atvinnu og má ég teljast heppin að hafa starf sem mér líkar mjög vel við.

En samt finnst mér afar nauðsynlegt að skreppa í höfuðborg Íslands svona tvisvar, þrisvar á ári. Þá aðallega til að hitta systur mína og hennar fjölskyldu og vinkonur og vini. Oftast hef ég notað tækifærið og verslað eitthvað handa familýunni enda ekki mikið úrval af allskyns glingri og dóti hér sem ég bý! En núna er komið að því að skreppa í bæinn.. Við mamma ætlum að fara á morgun og vera í fimm daga. Strákarnir mínir fá að sjálfsögðu að koma með, en eiginmaðurinn ætlar að kúldrast einn heima. Þeir sem hann þekkja vita ástæðuna.. en hinir sem ekki vita, þá ÞOLIR hann ekki Reykjavík! Hann um það, þá getur hann bara verið einn heima í sinni fílu.. Hu, hann um það!!!!!

En ég hlakka óstjórnlega til að hitta mannskapinn í bænum. Ætli ég sleppi ekki verslunarerindum í þessari ferð að mestu, því ég á ekki mikla PÉNINGA núna frekar en aðrir. Nota bara tímann í að kíkja í kaffi hér og þar og skiptast á slúðursögum... grrr, ég hlakka SVO TIL.

REYKJAVÍK.. HERE WE COM.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband