Ég var bænheyrð í dag!!

Ég er búin að vera í bölvuðu barsli með þetta ágætasta heimilistæki sem kallast baðvog.

Alveg þar til í apríl á þessu ári hef ég verið þokkalega sátt við gripinn, fyrir utan tvö, þrjú kíló  kannski. En síðasta hálfa árið virðist eitthvað ástand vera á fjandans tækinu. Allavega hefur skrokkurinn að tarna þyngst um heil sjö til átta kíló á rúmu hálfu ári. Hummm, hvað er ég að gera vitaust? Ég hleyp reglulega og reyni að borða hollt, enginn rjómi og ekkert maíones hér á bæ. Fór aðeins að pæla í þessum ósköpum þegar eiginmaður minn fór að hafa orð á þyngdaraukningu hjá sjálfum sér. Hann sem hefur ætíð verið þessi tannstöngull! Jú,, kannski var eitthvað til í þessu hjá honum Brynka gamla í vor þegar hann lét mig hafa hálfsárs skammt af forláta töflum til að slaka á í svefninum. Sú gamla var komin í einhverja sefnkrísu og var vaknandi á klukkutíma fresti alla nóttina. Mér þótti þetta heldur hvimleytt og leitaði á náðir Doxa. Hann útbjó fínan lyfseðil og þetta átti að vera þriggja mánaða skammtur. Ég steinrotaðist hálftíma eftir inntöku þessarar himnesku gjafar til mín og steinsvaf alla nóttina. EEEn nærsta dag var ég avo drullusybbin að ég gat vart staðið í lappirnar, hvað þá haldið augunum opnum þótt ég notaði tannstöngla til að halda þeim uppi!

Þannig að þessi þriggja mánaða skammtur breyttist í sex til sjö mánaða skammt, því ekki tímdi ég nú að henda út slökuninni minni og var því að maula þetta í mig í smá brotum. Maðurinn minn stalst í þetta undralyf síðustu mánuði til að vera fullúthvíldur nærata morgun.

Allt í einu í síðustu viku eftir miklar vangaveltur um aukakílóin, mundi ég eftir þessari setningu doktorsins: Lyfið getur haft í för með sér þyngdaraukningu! Mikið djöfulli var ég fegin að fá kannski útskýringu á þessum ósköpum.. Töflurnar sem eftir voru fengu flugferð í ruslið og svo var farið að huga að megrunarplönunum. 

En haldiði þá ekki að það hafi gengið innum mínar dyr engill!!  Jú, hún Solla mín birtist þar og bað migum að taka þátt í verkefni fyrir sig og þar var inní HEILSUSKÝRSLA!! Uppálögð í núverandi ástandi og hvaða markmið ég set mér. Ákvörðun var tekin á staðnum: 60 kíló um jólin.

Það eru átta kíló sem skulu fara fyrir þann 24. des. Fjögur í nóv og fjögur í des.. Ég skal....


Risa stór Kjúklingur!

Það er ekki á hverjum degi sem eru teknir skrokkar inná heimilin, þá á ég við kindaskrokka! Jónatan Emil áttti leið inná heimili vinar síns þar sem foreldrar hans voru með hvorki meira né minna en fimm kindaskrokka inná heimilinu. Allir voru þeir tilbúnir undir tréverk, þ.e. hakkavél, hnífa og fínerý! Minn maður stóð orðlaus fyrir framan og eldhúsborðið og góndi á heljarinnar rolluskrokk. Vá, ég hef aldrei sés sona stórann kjúkling!

Þetta var bara geggjuð setning, en bíðið við.. Seinna í vikunni fór hann með ömmu sinni og tveimur eldri bræðrum niður á Brekku. Amman bauð strákonum sínum í hamborgara og franskar. Meðan beðið var eftir steikinni sagði Jónatan:  Axel var mes risastórann kjúkling í matinn hjá sér. Mamma spurði hann: Nú, var þetta þá ekki bara kalkúnn? Jónatan Emil svaraði með þvílíkri fyrirlitningu: Nei, setta var KIND...


Ég elska Dagvaktina..

Þetta eru þeir mestu Brilliant þættir sem framleiddir hafa verið hér á Íslandi. Þetta er toppurinn á sunnudagskvödum hjá mér og minni fjölskydu. Daníel er búinn að vera hér síðan á fimmtudag og höfum við nú ekert gert nein afrek síðan hann kom. Hann fór með Sissó á sjó á Laugardaginn, það er hans mesta ánægja í lífinu að fara á sjó! Hann elskar að fara að veiða og láta bátinn rugga sér á meðan. Ég get ekki skilið þessa ánægju hans jafnt sem eiginmanns míns, þar sem ég er hrikalega sjóhrædd og langar helst að kasta upp þegar ég finn olíuliktina sem kemur þegar bátnum er startað í gang. Þá rifjast upp gamlir tímar þegar ég var á grásleppu með pápa gamla og var með gubbið í hálsinum allan daginn á milli þess sem ég steig um borð um fjögurleytið á næturna og þess sem ég stóð á bryggjunni og losaði þara úr netunum. En þetta er víst í genununum og er sjálfsagt undursamlegt fyrir þá sem elska þetta!!

  


Mamma, kar er Gus spilis??

Þessi setning þíðir: mamma hvar er guðs spilið?

Ha, hvað er barnið eiginlega að meina?? Æi, kar er spilis sem vis fengum á jólonum segar gus átti ammæli? Mannstu ekki , mes sona kringlóttum plöstum sem marur átti as setja litla kökusneis í boxis og spurja eitthvas..  Æi, já. Ég taldi mig vera að gera kostakaup til þegar ég fjárfesti í Trivial Pursute spil fyrir síðustu jól. Þá myndi fjölskyldan sameinast fyrir framan spilið tvisvar í mánuði og spila. En nei, ónei. Greinilega hefur ekki verið spilað síðan um jólin, því minnsti mann tengir þetta spil við guð, og guð er jólin. Ég verð nú að segja mér það til varnar að þetta spil hefur í tvígang verið dregið upp, þegar litla mús er sofnaður. En betur má ef duga skal. Ég heiti sjálfri mér því að hér eftir verð ég duglegi að kvetja fjölskylduna að slökkva á imbanum og koma að spila. Það sem dró þetta spil fram í kvöld var hann Danniboy sem kom færandi hendi með heimamálaðar skeljar og pakka til bræðra sinna. Þar var spil til Viktors sem kveikti í að það væru til fleiri spil á heimilinu! Jæja, best að fara að svæfa minnstamann.


Eitthvað svo bólgin...

Ég á bækurnar um Heimilislækninn, en ég hef ekki þorað að fletta því upp hvað geti eiginlega verið að mér. Ég stunda mín útihlaup af miklum móð sex daga vikunnar, ég tek Hydroxycut sem á að vera eitt virkasta fitubrennsluefni í heimi, ég er ekki komin á breytingaskeyðið, en samt.... Ég bólgna öll út þótt ég borði heilsufæði kvöds og morgna! Kannski ekki allt kvöldið, ég narta stundum pínulítið í osta, saltstangir og smá bingókúlur ef þær eru til á heimilinu. Sem er ansi oft. Ég skil bara ekki af hverju þær komast alltaf ofan í körfuna mína í Krónunni. Allt í einu þegar ég er að  fara að borga, þá eru kannski þrír, fjórir pokar í körfunni sem fara á færibandið og svo bara borga ég. Þetta er ótrúlegt. Svo bara kemur þessi bólga á mig. Ég sem síðustu tuttugu ár (fyrir utan meðgöngur) hef notað buxnastærð nr 8 til 10 þarf skyndilega að kaupa mér buxur í stærð 12. Hummm,, Ætti ég kannski að fara að briðja Ibufen? Það er jú bólgueyðandi er það ekki? Jú ég kýs það frekar en að sleppa kúlonum. Þetta er örugglega ekki út af þeim..

En svona að öllu gamni slepptu, þá er ég að fara í kvöldnart átak frá og með hér og nú.. Punktur og Basta. Ég ætla ekki að enda sem feitt gamalmenni,, hrolllll. Sjáum hvað viktin segir við mig um jólin þegar ég verð búin að splæsa mér í þennan Indverska sem hægt er að nota á 30 mismunandi vegu!

En hann Daníel minn er að koma á morgun og eftir honum ríkir mikil eftirvænting á heimilinu. Danniboy, ég hlakka til að sjá þig.. ástarkveðja, mamma.fyrstu myndirnar 097


fótbolti er ojbara...

Ég á þrjá syni, miðjusonurinn er alger fótboltafíkill. Í barnæsku var stimplað í hann að hann ætti að verða Manchester maður og er hann það enn. Fastur í því mynstri 10 ára gamall. Í kvöld var man leikur og bauð hann þremur vinum sinum heim. Ég bý í litlu húsi þer sem eldhús og stofa eru opin hvert öðru og ég kemst þess vegna ekki hjá því að vera samdauna herlegheitunum þegar lætin ganga yfir. Fjórir tíu ára strákar að horfa á leik, allir með beina útsendingu á leiknum hver fyrir sig og drulluspenntir!! Þetta er æði. Ég kúplaði mig þó að mestu ú úr geyminu, eldaði fyrir þá Takko og laumaði mér í tölvuna með hedfónana!! Jónatan sem á að verða Manchestermaður skaust á milli mín í tölvuna og til æstra áhangenda og hafði sem von var meiri áhuga á því að fara í sprotaleik heldur en að horfa á útsendinguna af leiknum. Hann var samt sem áður í manchesterbúningi til að stiðja sitt lið, en þurfti þá að kúka svo hann berháttaði sig sem endranær og kom á rassinum fram, hinum eldri drengjum til mikillar armæðu!

Man leikur 003Man leikur 004Tölvugúrúinn... Þess skal þó getið að ég er manna spenntust þegar landsliðið okkar á í hlut enda gömul fótboltakemmpa sjálf!


Dvali..

Ég vaknaði í morgun með lagið han Bubba á vöonum: að finna undursmáar  hendur að morgni dags um háls á mér. Já þær voru um háls á mér þessar undursmáu hendur, með eftirfarandi setningu: Mamma, ég hef örugglega legis í dvala alla nóttina, ég vaknasi bara ekki neitt!

Jónatan Emil, ég elska þig. Mamma.danmörkin 003


Andlit

Frá því ég fyrst man eftir mér, hef ág borðað andlit. Þá er ég auðvitað að tala um kindaandlit. Í mínum tveimur sambúðum hefur þó ekki oft reynt á það að setja slíkt í pottinn, heldur hefur mér iðulega verið boðið í slíkann hátíðarmat árlega, eða í kring um sláturvertíðina. Viktori þykir þetta slíkur herramannsmatur þannig að eftir heimboð hjá mömmu, ákvað ég að kaupa svið og hafa í matinn fyrir fjölskylduna. Ég fekk gersemin í krónunni og fór með heim, allskostar lukkuleg eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að ná í hausana margumtöluðu. Loksins, þarna voru þeir. Fór með þá heim í vaskinn. Þegar ndlitin voru þiðnuð og tími til kominn að skella þeim í pottinn,,,, þá. Ómægod. Þetta andlit var ekki klofið í tvennt. Nefið hékk á sinninu og tannholdið var rifið. Ég dauðvorkenndi kindinni yfir því að hafa fundið hrikalega til þegar það gerðist, ef hún hefur þá verið á lífi! En allavega, ojbara, í pottinn með þig væna og ég heiti sjálfri mér því að borða herlegheitin aldrei meir. Ojbarasta svið!

danmörkin 010


Brrrr...

Mér þykir heldur meiriháttar leiðinlegt þegar ískuldi er úti og rok. Þá fellur það um sjálft sig að hlaupa úti, sem ég er búin aðeinsetja mér að gera á hverjum degi. Ég tel mig samt þó nokkuð duglega í hlaupunum. Ég hleyp að meðaltali 30 kílómetra á viku. Ég reyni að komast út að hlaupa fimm sinnum í viku og tek þá fimm km. í senn. En þegar nístingskuldi vindur nísta merg og bein kýs ég heldur að halda mig inni. Ég tek þá gjarnan í bekkpressuna í kjallaranum og lyfti handlóðunum mínum og tek nokkra tugi af armbegjum. Ég á einnig undravert tæki fyrir magann sem kallast slendertone. Það er magabelti sem ég keypti í hreysti og kvíði þvílíkt fyrir í hvert sinn sem ég þarf að setja það á mig. En það er mitt markmið að drulla því á mig dag hvern í 40 mínútur í senn. Þetta er nokkurskonar raflost sem kreppir magann sundur og saman í 3 sek. í senn í 40 mín. En í dag var edanmörkin 004kki hlaupaveður, þannig að magi og armar fengu að kenna á því.


Barnaherbergin..

Hérna eru herbergi barnana minna..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband