Viktor Breki

Nónaherbergidanmörkin 022danmörkin 018viktors herbergimedalíurnardanmörkin 027Þegar maður á lítinn gutta sem er óttalegur grallari, verður það oftast efst uppi á teningnum afrekin hans yfir daginn.  annaðhvort uppátækin hans eða heimspekilegar spurningar eða hugdettur um daginn og veginn. Þá vill stundum gleymast að ég á líka annan dreng sem býr hjá mér og heitir Viktor Breki. Hann er miðjusonur minn og hann er það barn sem minnst hefur farið fyrir af mínum drengjum þremur.

Hann er duglegur og vel gefinn drengur. Hann vaknar að eigin ósk kl sjö á morgnana, þótt skólinn byrji ekki fyrr en kl. 8. Hann vill hafa nógan tíma til að vakna, borða morgunmatinn sinn sem hann mallar sér sjálfur, klæða sig, bursta tennur, greiða sér, útbúa nestið sitt og leggjast svo smá stund aftur uppí áður en klukkan verður 7.55. Þá leggur hann af stað í skólann. Það þarf heldur nánast aldrei að reka hann í rúmið, en á fimmtudögum vakir hann lengur því þá horfir hann á Prison Break! Þá fer hann oftast ekki að sofa fyrr en að nálgast 11. Annars er hann búin að bjóða góða nótt flest kvöld um 10 leytið..

Fótbolti er hans líf og yndi og fer hann með rútu tvisvar í viku á Reyðarfjörð á samæfingar til að iðka þá íþrótt. Hann er einnig í söng, trommum og bassa í tónlistarskólanum Allt þetta passar hann uppá að mæta tímanlega í og stendur sig 100% í því. Hann biður nánast aldrei um pening, en veit að hann má láta skrifa hjá mér Egils kristal og ostaslaufu áður en hann fer á fótboltaæfingarnar. Sem dæmi um nammineysluna hans, þá má nefna að hann fór af sjálfsdáðun í nammibann í fyrra sem stóð í níu mánuði! Geri aðrir níu ára krakkar betur!! Páskarnir voru þó inni í þessu og ég keypti handa honum páskaegg. Hann borðaði eggið, en gaf vinum og vandamönnum nammið innanúr því.

Hann tók uppá því uppá sitt einsdæmi að bera út dagskrárblaðið okkar í húsin einu sinni í viku og fær borgað fyrir það hjá Dagskrá Austurlands. Það var Jónatan Emil ómæld ánægja að hann skyldi gera það því hann ætlar að verða póstmaður þegar hann verður stór! Oft er Jónatan búin að teikna fullt af myndum og ætlar svo með þær út og bera þær í húsin! Verður svo hundfúll þegar hann er stoppaður af.. En þarna fékk hann gullið tækifæri til að æfa sig og gengur hann oft með bróður sínum um allt þorpið að bera út dagskrána. Sá stutti biður um að fá að fara í viss hús í bænum þar sem hann kannast við heimilisfólkið og opnar bara og gengur inn og kallar: Hæ, hérna er póstmarurinn kominn!! Viktor Breki er mjög duglegur að leifa bróður sínum að vera með sér og tekur hann óspart í markmannsþjálfun þegar hann fer á sparkvöllinn, en þar fer nánast allur hans frítími fram. Já, ég get endalaust talið upp kostina hjá þessum unga manni, en að sjálfsögðu hefur hann líka galla eins og við öll. Hans stærsti galli er þrjóska, en sumir myndu bara segja að það væri kostur. Í skólanum stendur hann sig með mikkilli prýði og fyrir síðustu próf ákvað ég að láta hann alveg sjá um þetta sjálfann. Ég ætlaði að fá að sjá það svart á hvítu hvað hann kynni, því mér finnst stundum alltof lítill tími fara í heimanámið. En viti menn, drengurinn var með einkannir frá 7,5 og uppí 10! Brilliant einkannir að mínu mati. Hann er Manchester maður í húð og hár ( þökk sé pabba hans) sem snemma kom því inn hjá drengnum að halda með því góða liði. Þótt fyrstu æfingarnar hans þegar hann var sex ára gamall hafi að mestu leyti gengið útá það að vera í eltingaleik við Svein Húna og gera ímyndaða snjóengla á gólfinu,, Þá hefur hann tekið miklum framförum á því sviði og er stefnan hans nú í dag að verða atvinnumaður í fótbolta! Ég verð aldrei leið á því að segja söguna af því þegar hann spurði mig í hittifirra hvort að ég héldi að hann kæmist í Manchester þegar hann yrði stór! Ég svaraði treglega að eins og hann vissi, þá veldi svona stórt lið bara þá bestu í heiminum til að vera í liðinu sínu. Sá stutti var þá ekki lengi að svara á móti: Ohh, þarf ég þá að vera í Liverpool??? Viktor minn, þú ert frábær. Þín mamma.


Aðgát skal höfð...

Yngsti sonur minn var að leika við vin sinn í dag og heyrði ég á tal þeirra..

Jónatan Emil: Já og so er bankinn farinn á hausinn!!

Aron Freyr: Ha, er hann þá bara á hvolfi??

Sumir hafa heyrt meira en aðrir um ástandið í heiminum í dag!!

 

Jónatan og Aron á þorrablóti leikskólans


Snillingur

Ég er í tvöföldu starfi, samkvæmt ráðningasaminigi er ég í einu starfi. Sundlaugarvörður á sumrin og íþróttahúsvörður á veturna. Þar sem ekki eru fullbókaðir tímar í íþróttahúsinu yfir vetrartímann er ég í 20 % starfi í leikskólanum. Vinn tvo daga vikunnar eftir hádegi þar. Í dag var leikskóladagur hjá mér eftir hádegi og það var hakkí matinn. Inga (amma) fóstra spurði borðgesti: vitið þið hvaðan við fáum þetta kjöthakk?  Jónatan Emil var ekki lengi að svara: Já, úr hakkavélinni!!! Brilliant svar hjá drengnum mínum..

Annars var ég mjög önnum kafin í dag. Vaknaði um sjö og kom miðjubarninu í skólann. Horfði svo á smá barnatíma með minnstamanni og tók hann svo til í leikskólann. Þar nærst píndi ég mig í útihlaupið, tók sex kílómetrana í morgunsárið og kom svo heim og lifti lóðum í hálftíma. Þar tók við hressilegt kalt bað, smá andlitslyfting og svo leikskólinn. Að honum loknum fór ég til múttu minnar og hjálpaði henni með parketleggingu ásamt Sindra bró. Kom síðan heim og eldaði soðinn fisk með sætum kartöflum og sméri. Tölvaðist síðan smá fyrir pabba minn og notaði tækifærið í leiðinni að blogga!!!

Tao í bili.. Hanna Björk..sumarið er tíminn..flottasti rassinn!!!!


Bella símamær!

 NÉg er ótrúlega löt að taka upp símtólið og hringja í þá sem mér eru kærastir, þar eru aðallega Harpa systir og Ásdís besta vinkona mín efst á kortinu mínu. Ég tala við þær að meðaltali tvisvar í mánuði en þá tölumst við við að minnsta kosti í klukkutíma í senn. En ég vildi óska að ég gæti droppað í heimsókn til þeirra þegar ég vildi. Krissa mágkona flutti á Reyðarfjörð í fyrra og er það mér ómæld ánægja að geta kíkt í einn kaffibolla til hennar þegar ég er á ferðinni norðureftir eftir kl. fjgur á daginn og svo erum við bara asskoti duglegar að vera í bandi þess á milli og láta börnin okkar hittast. En eitt má ég þó eiga og það er að ég tala við elsta drenginn minn Daníel á nánast hverjum degi. Oftast er hann þó fyrri til að hringja í mig en oft segi ég þ íá við hann : skelltu á og ég hringi í þig. En það er mér mjög mikils virði að fá að heyra daglega frá honum. Ekki er alltaf nægilegt umræðuefni hjá okkur mæðginunum svo oft berst talið að því hvað sé í matinn hjá honum þar sem oft er hringt í kring um sjöleytið. Síðustu þrjá daga hefur eftirfarandi verið: Já, já, hvað ertu svo að fara að borða? Daníel: umm, ég held að það séu hjörtu! Ég: ó, hjörtu. mér finnast þau ekki góð. En þér?  Daníel: nei, ekkert sérstök.  Nærsta dag: Já já ástin mín... Hvað er svo í matinn hjá ykkur í kvöld? Daníel: lifur, steikt lifur með lauk.. Ég: umm, það er æði. Finnst þér það ekki? Daníel: Nei, mér finnst það ekki gott. Dagur þrjú: Jæja ástin mín hvað svo hjá ykkur í matinn í kvöld??? Nýru. Ég: vá hjörtu, lifur og nýru, voru þið að taka slátur?  Daníel: nei, svona er þetta bara í kreppunni, maður þarf að borða allt Íslenskt. Það er lang ódýrast!!! Guð minn góður hvað ég elska þetta barn. Oft er hann erfiðari en allt sem erfitt er, en oftari en ekki er hann betri en allt sem best er. Elsku Daníel minn. Þú ert alltaf velkominn til að koma til okkar, þú veist það.

Núna í okkar síðari samtölum er hann búinn að impra oft á því að hann vilji koma og flytja til mín. Okkur föður hans samdist það þegar við slitum samvistum að þeir mættu ákveða þegar þeir bæru þroska til,  hjá hvoru foreldrinu þeir vildu búa og nú tel ég að því þroskastigi sé náð. Þar sem drengirnir eru 10 og 12 ára. Daníel minn veit það að hann getur komið til okkar þegar hann vill og vona ég svo hjartanlega að það verði bara sem fyrst, þótt svo að hann sé í fyrirmyndar skóla og fái vart betri kennslu. En hann er skugginn minn og hvar er ég án skuggans míns???

afm.balaborg 174


Dúndurfréttir..

Við hjónakornin skelltum okkur á tónleika með Dúndurfréttum á Valaskjálf í gærkvöld. Ég verð bara að segja að þetta er hin alllllra bestasta hljómsveit allllra tíma. Þeir standast fullkomlega samanburð hinnar ORIGINAL Deep Purple, þótt ég hafi en ekki orðið svo fræg að fara á tónleika með þeim. Hann Pétur ( jesus) er ólýsanlega góður söngvari og hans hærstu tónar skerast dýpst inn í endann á eyranu.. veit ekki hvort það kallast steðji eða hvað, allavega skilaði þetta sér svo drulluvel að ég lifi á þessu nærsta árið. Við fórum líka í fyrra og það kom bersýnilega í ljós hvursu fljótur tíminn er að líða, því mér fannst styttra síðan ég fór á tónleikana heldur en síðan jólin voru!!! Og tónleikarnir voru á sama tíma í fyrra!!!!! Úppps, sumir eru ekki enn farnir að huga að jólagjafainnkaupum.

Stjörnur

Ég og minnsti mann vorum á kvöldgöngu á þvílíku logni og stjörnubjörtum himni.

Jónatan Emil: Vá mamma sjáru, núna er loksins komin nótt!

Ég: Nei, það er ekki komin nótt, það er bara kvöld núna.

Jónatan Emil: Nei, sérru ekkii stjörnurnar? Sær eru út um allt, sá er komin nóttin.

Yndislegar þessar haustnætur með tilheyrandi haustlykt og heiðskýrum stjörnubjörtum himni. I love it!!


Hugrenningar í dagsins önn..

Það fer víst ekki varhluta af því að það sem er efst á bógi hugsanna minna í dag er þessi síumtalaða kreppa. Ég reyni hverja stund að leiða hugann að einhverju öðru þegar þessi hugsun poppar upp í gríð og erg. Eru landsbankabréfin okkar orðin 0 kr? Af hverju lækka hlutabréfin okkar um fjórðapart og hækka þau aftur?? Þetta er efst í undirmeðvitundinni þessa dagana. En svo reyni ég þess á milli að' hugsa um hvað ég hef það gott. Ég á þrjá yndislega stráka, dásamlegann eiginmann, bestu mömmu og bestu systur í heimi og ég hef heilsuna í fínu lagi líka. Hvað getur maður beðið um meira? Jú, peningar eru ekki allt. En samt. Þetta átti að vera til þess að gera eitthvað skemmtilegt fyrir. Ég hef til dæmis aldrei farið með börnin mín erlendis. Ég hef samt farið þrívegis utan, í fjóra daga hvert sinn. Mig langar hrikalega til að fara með börnin mín og sem flesta úr minni fjölskyldu í utanlandsferð og leyfa krílunum að vera á naríunum og striplast í sjó og borða ís! Ég vona svo sannarlega að allt fari á besta veg svo við hjónakornin eigum áfram okkar varasjóð og þurfum ekki að lepja dauðann úr skel ásamt örugglega fjölda íslendinga sem hafa tapað óhemju miklum frárhæðum og kaæinnski aleigunni sinni í sparnað sem þeir héldu að væri traustur.

 En æi, best að hætta þessu eymdarvæli. Eins og áður hefur komið fram, hef ég góða heilsu ásamt mínum nánustu og hvað get ég beðið um meira? Ég skelli inn nokkrum nýlegum myndum hér á eftir..

Lofa að vera jákvæðari nærst!!SætilíusPabbi með stóra fiskinnBaksvipurstóru strákarnir mínir


Nei, ég TARÚI þessu ekki!

Haldiði ekki bara, það er orðin hvít jörð hérna. Eins og ég var að vona að það byrjaði ekki að snjóa í desember og jörð yrði orðin auð í byrjun janúar. Þetta var ömurlegur vetur síðasta vetur. Alltaf að skafa og festast í stæðinu hjá mér, ekki búið að riðja allar götur og alltaf að festa sig. Kaldasti kuldinn úti og grílukerti hangandi úr nefinu ef maður vogaði sér út fyrir hússins dyr. Ojbarasta, nenni ekki að fá annan svona vetur..

En úrt séð frá því, þá átti sér stað mjög skemmtilegt samtal á milli mín og Jónatans á leiðinni heim frá Reyðarfirði í dag. Laddi er númer eitt í bílnum hjá mér þessa dagana og kemur fyrir að ég þarf að hlusta á Búkollu eða Jón Spæó átta til tíu sinnum i röð eftir því hvað ég keyri hratt yfir á Reyðarfjörð þegar ég er að erindast! En í dag þá fékk ég óvænt að leifa disknum að rúlla eftir að búkolla var búin tvisvar. Þá kom lagið: Ég er afi minn.

Jónatan: mamma, kas síði as ljúga??

Ég: það er sama og segja ósatt, plata.

Jónatan: sá er sessi marur as ljúa. Hann segir, ég er afi minn, en hann getur ekki veris afi sinn sí hann er bara krakki en afi er gamall.

Ég: jú mikið rétt .

Jónatan: hann er bara as syngja um ljúis sí hann er as ljúa sessu öllu saman!!

Mikil heimspeki þarna og miklar pælingar!


Það eru bófar á Stöðvarfirði!!

Jú, það er þá kannski satt að hér séu fleiri bófar en Jónatan Emil. Fyrir þá sem hafa farið inná Youtube og skráð hjá sér: Harkaleg árás, sjá þeir son minn í öllu sínu veldi ráðast til atlögu að lögreglunni! En hinn ofurkjarkaði sonur minn var í heimsókn hjá Axel besta vini sínum kvöld eitt um daginn. Hann fór um sexleytið til hans og ætlaði sjálfur að labba heim. Það eru ca. 200 metrar á milli húsa með upplýstum götuljósum. Og enn ekki kominn svartasti tími ársins. Um hálfátta koma Jónatan, Axel og Ingþór innúr dyrunum.  Ég: hæ, eru komnir gestir? Ingþór : Nei, það eru til svo margir bófar á Stöðvarfirði! Ég: Ha, er það Jónatan??  Jónatan: Já, ég sorri ekki as fara einn heim. sas er komin so mikil dimma úti as allir bóarnir eru farnir úr skóginum! Ég: úr skóginum, hvaða skógi? Jónatan:  Úr skóginum okkar, seir eiga heima sar og fara so út segar dimman kemur, sá sorri ég ekki aleinn heim!!

Haldiði ekki bara?

Ójú.. Ég er búin að fá nýja myndavél! Hún elskulega múttan mín arfleiddi mig að gömlu vélinni sinni eftir að eins og fyrr hefur komið fram, ég týndi minni í Köben. En ég var svo heppin að það voru fleyri en ég sem tóku myndir og græddi ég töluvert myndasafn hjá móður minni útprentað á disk. Þetta eru náttúrulega ekki eins GÓÐAR myndir og þær sem ég var búin að taka, en kærkomin sárabót samt sem áður!!! (æi, fyrirgefðu mamma, ég meinti þetta ekki!) Ég skelli nokkrum myndum inn í kvöld, en má til með að setja eina inn núna.. Já þetta er hún ég með teskeiðarskaft uppi í nefinu!! Ég varð að prófa þetta eftir að ég sá Skara Skrípó troða matskeið uppí nefið, en ég lét teskeið duga hjá mér, allavega í bili á meðan ég er að þjálfa mig!!!!!sjáiði mig, liggaliggalái..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband