Ekki alveg í samræmi!!

Sorrý elskurnar mínar, en myndirnar sem ég setti inn eftir síðustu færslu, áttu ekki beint við umræðuna. Ég bara kunni ekki betur að setja inn myndir eftir færsluna..

Krabbi, krabb.

Fór í hina árlegu annarshves skoðun í dag,  mér til mikillar ánægju eins og flestum konum sem ég þekki. Ég veit ekki með ykkur, en mér væri frekar betur við ef gamall og hrumur karl krukkaði í píkunni á mér heldur en ung kona með frekknur og frekjuskarð. Æi, mér finnst þetta svo leiðinlegt: Glenn, Slumms og stroka. Jess, þetta er komið. En Nei og nei, það þarf að þreifa líka. Arrg og garrg innan líkamans. Hummm, þetta er allt mjúkt og fínt. Já, þakka þér kærlega fyrir. Ég held að karlmönnum þætti þetta jafnleiðinlegt og ef kall-læknir þyrfti annaðhvert ár að troða puttanum  uppí rassgatið á þeim! Já, hvernig væri það? Bara aðeins að tékka á blöðruhálskrabbameini í leiðinni?????Picture 010Litli Spædermaðurinn minn!Picture 011

Svo andlaus...........

Hmmmm. Veit hreinlega ekki hvað ég á að skrifa hér. Ekkert markvert hefur gerst hjá mér að undanförnu. Dagarnir eru allir líkir hver öðrum og ég pirra mig alltaf jafn mikið á að hafa týnt myndvélinni  inni í ríki Dana. Hmm, hver skyldi hafa fundið hana og skoðað allar flottustu myndirnar mínar? Ég skyldi svo glöð gefa þessum hinum sama myndavélina, ef ég fengi myndirnar mínar aftur.

En  fljótlega fara að birtast nýjar myndir því ég fæ gömlu vélina hennar mömmu. En má  til að setja inn eina góða setningu af minnstamanni: Ha, ha, nú nási ég sér hlussan sín! Jónatan Emil var með trommukjuða og slummaði eina randaflugu á glugganum mínum!afm.balaborg 114


Harkaleg árás..

Fyrir þá sem vilja sjá Hr. Jónatan Emil í öllu sínu veldi er bent á að fara inná Youtube og skrifa: Harkaleg árás. Þar er minn  maður að gera árás á lögregluna á Stöðvarfirði. Hann kom hlaupandi til mín og bað um bófahúfuna sína og byssuna sína og hljóp svo í átt að lögreglubílnum sem staðnæmdur var fyrir neðan Vengi. Lögreglan tók í fyrstu ekki eftir honum, en þegar hreyfing kemur á cameruna þá áttar hún sig og tekur atriðið upp. Óskar Gunnars hafði mikinn húmor fyrir þessu og sendi mér þegga myndband og setti inn skemmtilegt lag með. Nonni mágur minn setti þetta svo inná Youtube! Njótið...

Regnboginn

Já, regnboginn er undarlegt fyrirbæri, sérstaklega í augum lítils barns, sem fátt skilur sem er ekki áþreifanlegt. Jónatan Emil er að undanförnu oft búin að spyrja mig út í regnbogann. Hvenær kemur sól og rigning saman svo ég sjái regnbogann? Ég: kannski bráðum. Ég læt þig vita ef ég sé hann. Í morgun sá ég svo hinn undursamlega regnboga inni í Stöðvardal. Ég: Nóni, komdu og sjáðu, það er regnbogi núna! Litli pjakkurinn minn kemur hlaupandi og kíkir út um gluggann. Mamma, ég ætla að fara út og koma við hann! Nei, nei, ástin mín. Það er ekki hægt. Hann fer alltaf lengra og lengra í burtu þegar þú nálgast hann.  Nei, hann er þarna, ég er mjög fljótur að hlaupa. Ég get hlaupis til hans alveg strax!  Ég: nei, nei, horfðu bara á hann, hann hverfur eftir smá stund. Litli kallinn horfir hugfanginn á regnbogann smátt og smátt fjara út. Grátur... Mamma, hann er farinn. Hvert fór hann? Úppps. enginn svör. Ég veit ekki hvert hann fór. Hann gufaði bara upp! Jú, sjáðu til kallinn minn. Þegar sólin fer bakvið skýin, þá glampar ekki lengur á rigninguna og þá hverfur regnboginn.

Nóni: já en mamma, kert fóru sá litirnir??? ÆÆÆÆ, sumt er bara ekki hægt að útskýra. Sorrý elskan mín!ljósakvöld 060Picture 017Picture 012back_2319_20080508145047


Vá, púl og púl....

Herra guð..

Ég lokaði sundlauginni minni í gær eftir að Hr. Hákon dýralæknir og heilbrigðisfulltrúi hafði komið í heimsókn til mín og gefið út skriflegt leyfi á lokun. Yfirbreiðslan á lauginni er rifin og hún er úr einhvernskonar frauðplasti. Sundlaugin er öll útí bláum korktætlum og  spurning hversu hollt það er fyrir fólk að gleypa það í smá skömmtum! Ég náði í yfirmanninn minn um fimm leytið í dag og útskýrði málið fyrir honum. Hann var frekar ruddalegur við mig að mér fannst og hreytti í mig að ég skyldi bara tæma laugina, þrífa hana og fylla hana aftur og hann hefði svo bara samband við mig aftur á morgun. Ertu að meina þetta? Ég spurði hann í efasemdartón. Já, já, ekkert rugl með þetta. Það er búið að vera nógu mikið bras með þessa laug í sumar. Drífðu bara í þessu. Ég: hummm, já, ókei. Heyrumst þá á morgun. Bless.

En ég er ekki viss um að sumir hafi gert sér grein fyrir því að það tekur tvo daga að tæma laugina, einn dag að þrífa hana, tvo daga að fylla hana aftur og fjóra til fimm daga fyrir vatnið að hitna aftur. Hrikalegur kyndingarkostnaður fylgir að sjálfsögðu þar sem við erum ekki með hitaveitu.  Svo er sundlaugin lokuð fyrir veturinn eftir tvær vikur! Já aftur, herra guð. Ég geri bara eins og mér er sagt og dríf mig í herlegheitin..

 


Mömmur eru bestar.

Mér datt í hug að setja þetta á blað því það veit guð hvað ég er þakklát fyrir að eiga hana mömmu mína. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hennar. Það sem hún er alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig  í sambandi við mig og börnin mín. Alltaf til í að passa fyrir mig og meira að segja BÝÐST stundum til þess. Þannig að ég hef ekki á tilfinningunni að ég sé að troða þeim til hennar eða þá að hún nenni alls ekki að hafa þau. Núna er ég að vinna í sundlauginni og eins og oft áður er ég með Jónatan Emil hjá mér. Kolbrún Björk vinkona hans er hér líka með honum. En haldiði ekki að mín elskulega móðir hafi hringt og boðið honum í nýbakaðar pönnslur og vinkonan var líka meira en velkomin. Þetta kann ég svo sannarlega að meta. Mér finnst fátt leiðinlegra en þegar ég hef það á tilfinningunni að ég sé að þröngva börnunum mínum upp á annað fólk. Og ég hef sagt það áður og segi það enn:ég ætla að vera svona góð amma!

Ég læt hér á eftir fylgja ljóð frá elsta syni mínum.

Elsku mamma.

Ég vildi bara segja að mér þykir alveg rosalega vænt um þig.

Og hvað þú ert góð.

Mamma gefur manni:

ást og kossa

hlýju í brjósti

fyndnar hugmyndir.

En ekki:

kökur og sælgæti,

nammi, gos og snakk.

Mjólk og góðgæti.

En þó...

stundum gefur hún manni þetta allt.

Daníel samdi.fyrstu myndirnar 438

 

 

                                    Elsku Daníel minn: takk fyrir þetta,

                                               þín mamma.


Ömurlegt, en samt gaman.

Ta, ta... komin heim frá Danmörkinni. Þetta var svaka gaman. Við skoðuðum tvo leikskóla og svo gengum  við Svava Strikið upp og niður og fengum okur möndlur og bjór! Við versluðum eins og við gátum og fórum í Tívolí. Ég var mönuð í rússíbanann og það er það hræðilegasta sem ég hef gert um æfina. Ég var með það á hreinu að hann færi út af brautinni og ég myndi deyja. Haldiði ekki að þetta sé manía fyrir dauðanum. Ég get bara ekkert að þessu gert.Ég er hrikalega lífhrædd. Ég fór bara að veiða plastendur og veðja á lukkuhjól á meðan hinar skemmtu sér konunglega í hinum hættulegustu tækjum. Ég borðaði Krókódíl og kengúru í Danmark og fór á Nýhöfn og týndi svo fyrir rest myndavélinni minni. Það var það ömurlegasta í ferðinni. Ég var búin að taka svo geggjaðar myndir af íkornum og litlum skítugum tásum í öðrum leikskólanum, þar sem börnin voru bara úti í skógi að baka pönnslur á tásunum og borða epli af trjánum. Þetta var ólýsanlega geggjaður leikskóli. En best af öllu í þessari ferð þótti mér að koma heim og knúsa kallana  mína. Ég byrjaði í hinni Reykjavík þar sem við lentum og þar hitti ég stóra strákinn minn og við fórum á Kfc. Harpa fór með okkur líka og litli sætasti frændinn minn hann Haukur Atli var að sjálfsögðu með múttunni sinni. Svo komum við mamma heim um tíuleytið og ég knúsaði kallana mína í ræmur. UMMMMMM, best að vera heima!

Og ekki dauður enn.....

Nei, nei, ég er á lífi. Ég hef bara einhverrahluta vegna ekki verið mjög áköf að setjast við tölvuna. Ég er í hálfgerðri togstreytu við sjálfa mig. Þannig er mál með vexti að ég er að fara til Kongsins Köbenhawn á morgun. Eg er flughræddari en nokkur flughræddur maður á jarðríki. Þetta er mitt þriðja sinn sem ég fer út fyrir landsteinana og hin tvö skiptin voru fimm tíma kvöl fyrir mig í hvort sinn. Ekkert aukahljóð má heyrast í vélinni, þá eru lappirnar á mér komnar uppí sætið og í hvert sinn sem 'kling' heyrist þegar flugstjórinn talar, þá held ég að hann sé að segja okkur að bilun hafi orðið í vélinni og við þurfum að nauðlenda... Þetta er ömurlegt.

En allavega þá hef ég mikið spáð í að fara til doksa á morgun og fá tvær róandi. Eina fyrir hvora ferð. En svo aftur á móti kemur upp sú hugsun: hummm, Ef vélin ferst, þá er ég jafndauð, hvort sem ég er á róandi eða ekki. Hvað á ég að gera?

En allavega, þá er ég að fara með leikskólanum út í danaveldi aðfaranótt fimmtudags í námsferð. Við skoðum tvo leikskóla , annan Waldorf leikskóla eftir stefnu Rudolfs Stener og hinn er úti í skógi. Þetta er drulluspennandi og ég hlakka mikið til, en helst vildi ég að ég væri komin út, búin að skoða allt, fara í tívolí ,VERSLA, fara niður strikið, skoða Kristjaníu og komin heim aftur, heilu og höldnu! En nú tek ég einn dag í einu. Eg fer ekki til doksa, flýg út og vona bara að allt verði í í gúddý.

En smá brandri af litla prins í lokinn. Jónatan Emil fór til Önnu Ívars í morgun og ætlaði að spyrja eftir  magnúsi Aðils. Hann kom fljótt heim aftur og sagði: Mamma, sas var örugglega enginn heima. Sas var enginn bíll og ég kallasi Goggely go og enginn svarari!


Tína ber, skessan er ekki heima!!!

Nú fer í hönd berjatíminn mikli. Ég er ekki allskostar dugleg við að tína berin, eiginmaðurinn sér vanalega að mestu um þá hlið. En ég tek jafnan þátt í að hreinsa berin og safta þau. Við pressum krækiberin og setjum þau á flöskur og frystum þau, án allra aukaefna s.s. sykurs o.þ.h. Það er ógeðslega gott að þamba ískalda krækiberjasaft, tandurhreina og ferska. En við fjölskyldan ásamt einum vini Viktors, skelltum okkur þó í ber í gær. Þetta var gersamlega æði. Aðalbláberin og krækiberin  voru þarna á lyngjunum eins og það hafi verið hellt yfir þau. Þvílíkt mikið var af þessu. Ég tók að mér að tína aðalbláberin með höndunum og kallinn réðist á krækiberin með tínu. Þegar ég var komin u.þ.b. í hálfa fötu var gólað: mamma, ég sarf as kúka!

Ég: já, já , ég er að koma. Ég hljóp til litla stráksins míns og ætlaði bara að gera eins og mamma gerði í den. Bara girða niður og halda undir fæturna og láta það flakka. En ónei. það kom sko ekki til mála. Nei, ég vil bara kúka heima, í klósettis. Ég kann ekki as kúka í grasis!

Ég: Jú, jú þegar maður er uppi í fjalli og þarf að kúka, þá kúkar maður bara þar. Enginn sér mann og maður skeinir sig bara með laufblöðum! ( ein voða ákveðin og ætlaði sko að láta vaða).

Arrrrrg og garrrrg, nei, ég ætla bara as kúka heima. Ók, vissi að þetta þýddi ekki. berjamóinn var úti og við fórum heim. Kallinn kom svo heim síðar með 40 lítra af krækiberjum og 5 lítra af bláberjum Húrra fyrir því!brúðkaup 023brúðkaup 022brúðkaup 021


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband