22.8.2008 | 23:07
Aðeins að skreppa....
22.8.2008 | 22:36
Best að vera barnapía!
20.8.2008 | 21:41
Ég vildi að ég væri tannlæknir...
Ég fór til tannlæknis í dag, sem er nú kannski ekki frásögu færandi. En ég hef verið ofsalega dugleg að láta passa uppá tennurnar mínar eftir að ég komst til vits og ára. Ekki var það svo í den að það væri passað uppá að ég burtsaði tennurnar mínar, hvað þá að mér yrði hjálpað við það. Þess vegna eru mínar mynningar um tannlækna sem barn hræðilegar. Bor og bor og stór silfurfylling í hverja tönn. En allavega, þá hef ég gætt þess vandlega að láta alltaf hreinsa einn silfurklump úr og skella þess í stað hvítu plasti í eina tönn í senn þegar ég læt gera við í mér. Síðast fór ég í maí. Þá lét ég gera við eitt brot í framtönn og setja hvítt plast í tvo jaxla þar sem farið var að sjást í tannbeinið. Það voru tvær doppur á stærð við títuprjónshaus. En eitthvað hefur þetta nú verið gert í fljótheitum, því báðar fyllingarnar og brotið úr framtönninni duttu úr. Ég hringdi nú í tannsa þremur mánuðum síðar og fékk tíma í lagfæringarningar í dag. Ég sem læt alltaf taka eina tönn extra við viðgerðirnar reiknaði með að kostnaðurinn í þetta sinn væri ekki svo mikill þar sem ég hlyti að fá þriggja mánaða viðgerð frítt. Ein tönn var tekin fyrir utan það og tók sú viðgerð u.þ.b. sjö mínútur. Engin mynd og engin deyfing. Gott mál. Ég fer og borga. Þrjátíu og sjö þúsund takk. Ég hváði: Ha, fyrir hvað? Afgreiðsludaman: Jú, fyrir fyllingu í framtönn, tvær fyllingar í jaxla og eina skiptingu á fyllingu. Ég: já, en það eru þrír mánuðir síðan hanng gerði við þrjár af þessum tönnum, er þetta ekki í ÁBYRGÐ??
Afgreiðsludaman: (skrapp inn og talaði við tannsa) kom svo fram og pikkaði í tölvuna. Ók, hann gefur þér 20% afslátt, þá gera þetta 23.550.
Ómægod. fyrir eina tönn sem tók u.þ.b. sjö mínútur. Fuckkkk, ég borga þegjandi og hljóðalaust og bölva í hljóði fyrir að ég taldi mig of gamla til að læra tannlækningar þegar ég var tuttugu og sex. Núna væri ég búin að læra og farin að stela peningum af fólki!!!! Takk fyrir það.
19.8.2008 | 22:53
Enn einn leti dagur
Ég fór í sumarfrí þann fyrsta júlí. Þá fór ég á N1 mót með miðjubarninu og þegar ég kom heim var Daníel elsti sonur minn kominn. Við fórum ekkert í sumarfríinu, það er að segja ekkert í ferðalag, heldur var ég mjög dugleg að þvælast með þá um firðina og svo enduðum við bara heima á kvöldin. mVið fórum í Atlavík, Egilsstaði ,Eskifjörð í sund, Norðfjörð í Sund, aftur Norðfjörð á hátíð og svo framveigis. En svo fór Daníel fyrir rúmri viku. Ég átti að byrja að vinna eftir verslunarmannahelgina en kerfið gaf sig í sundlauginni, þannig að ég hef ekkert unnið síðan fyrsta júlí! En það er ekki þarmeð sagt að ég hafi bara leigið uppi í rúmi og sofið. Nei og nei, nei. Vinnudagur heimavinnandi húsmóður er óendaanlegur. Það e alveg satt. Þegar mamman er heima, eru börnin heima og þeirra vinir. Það þarf að þvo þvotta, baða börnin, elda mat, þrífa, skeina og sinna þessháttar störfum. En allavega, þá byrjaði jónatan í leikskólanum eftir tveggja mánaða sumarfrí, í gær. Hann var ekkert alltof himainlifandi að fara, en ég þurfti á pásu frá börnum að halda og sendi hann í leikskólann. Ég er í óþökk móður minnar búin að sækja um fyrir hann í leiksk. á Fáskrúðsfirði frá og með fyrsta október. Þar eru nítján börn á hans deild á hans aldri á meðan þeir eru tveir á þessum aldir hér og meira að segja þeir tveir elstu. Hin börnin eru milli eins og þriggja ára þannig að mérfinnst hann ekki fá það sem hann þarf að fá hér í leikskólanum.
Þetta er tilraun hjá mér og svo kemur bara í ljós hvernig hann fílar sig og hvað hann vill gera. Ég ætla að leifa honum að velja. Þetta er yngsta og síðasta barnið mitt og þótt hann sé oft eins og Emil í Katthotai, ætla ég samt að leifa honum að ráða. En úr einu í annað, þá er ég bara búin að veltast hér heima í kring um mig og mín börn, en nú er loks farið að sjá fyrir endann á því. Sundlaugin verður sennilega komin í stand um helgina, þannig að þar með er heimavinnunni lokið. Jippý skippý.........
17.8.2008 | 16:26
Yndislegur dagur
Það er búin að vera einhver tölvuleti í mér að undanförnu.. Ég hef ekki kíkt einu sinni á póstinn minn í fjóra daga. En nú er letidagur, öðru nafni innidagur vegna rigningar og ég hef verið inni í allan dag. Ég hef ekkert afrekað innandyra nema hnoða í kókoskúlur með yngsta kallinum á heimilinu. Ég ætlaði ekki að nenna að standa uppúr sófanum, vildi bara helst sofna og nennti ekki að sinna honum fyrir fimm aura. En eftir mikið rell um að baka kökur sem tækju langan tíma að baka, lufsaðist ég út úr sófanum og smellti saman haramjöli og gummsi. Þær voru bara nokkuð góðar, með hnetusmjöri, kaffi, kakói smá Agave sírópi og svo ekki sé minnst á Herbalife prótein með cookis and creem bragði! Drullu heilsusamlegt og skratti gott! En svo fékk Jónatan leikfélaga þannig að ég tók mér tölvutíma og ætla að segja ykkur hvað ég gerði í gær!!!
Ég og mín fjölskylda fórum í brúðkaup,, liggaliggalái. Svava og Óðinn giftu sig í Kirkjunni hérna og svo var glæsileg veisla í íþróttahúsinu á eftir. Svava var að vonum hin allra glæsilegasta og Karitas, Magnea og Anna Thelma vru brúðarmeyjar og þær voru æði. Þvílíkt flottir kampavínslitaðir kjólar og allir ljómuðu af gleði. Jónatan minn og Karitas giftu sig svo seinna um daginn og skartaði Jónatan Emil sparihringnum hennar Karitasar! Anna Thelma var presturinn þar svo ég er ekki alveg viss um að giftingin hafi verið lögleg! En að þeirra mati var þetta gott og gilt og þau kisstust innilega að athöfn lokinni. Ég tók nokkrar myndir af herlegheitunum og skelli þeim í albúm í kvöld. Núna ætla ég að drattast út úr húsi og reyna að hlaupa fimm kílómetrana mína..
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2008 | 19:00
Sellery með hvítlaukssósu.....ummmm, besta sem ég fæ!
Ég er ,að ég held hinn ágætasti kokkur og elda nánast daglega. Ég hef mjög gaman af að prófa nýjar uppskriftir og smakka mismundandi mat. Samt eru pissur ávalt í uppáhaldi hjá mér og svo nætursaltaður fiskur með hömsum og rúgbrauði. Einhverra hluta vegna þá hef ég aldrei keypt sellery til að nota í matreiðslu. Eeen, ég fór á Volare kynningu hjá Hrafnhildi vinkonu í síðustu viku og var hún með sellery á boðstólum ásamt öðru grænmeti. Svo dýfðum við þessu í Voga ídýfu og ég áta á mig gat!Þetta grænmeti er það besta sem ég hef smakkað. Ég er búin að kaupa þrjú knippi síðan í síðustu viku og bleyti í á hverju kveldi með Voga hvítlaugsdýfunni góðu og kjammsa á! Þvílíkt gott. En guð minn góður vonda prumpuliktin sem kemur af þessu!! Það er eins og það sé úldinn hundur inni í mér!!!!Endilega prófið þetta ef þið viljið fá að vera ein heima!
En hvað um það. Núna er ofurrólegt í kotinu okkar. Stóru bræðurnir eru hvorugir heima. Viktor er á fótboltamóti á Sauðárkróki og Daníel fór með pabba sínum í ferðalag. Þá erum það bara við hjónin og litli maurinn okkar. Við tókum rúnt í dag á Reyðarfjörð og skoðuðum í fyrsta skipti stríðsminjarnar á safninu. Við duttum sjálfkrafa inní árin 1940- 1950. Þetta var stórkostleg tilfinnining að hlusta á rispaðar vínelplötur á eldgamaldags grammafón (handsnúinn) og sitja í bragga á forláta trébekkjum með fúkkalykt fyrir vitunum og horfa á gamlar stríðsmyndir í svarthvítu með tilheyrandi rispum á skjánum. Jónatan var einnig mjög heillaður af öllum byssunum og sverðunum ásmt gömlum járnhjálmum og gasgrímum. Þetta var þvílík innlifun fyrir okkur þarna inni, en svo gengum við að lokum út í þennan gerspillta tölvuvædda heim. Stundum vildi ég að allt væri eins og það var fyrir þrjátíu árum.Þá var allt svo spennandi. Ég fann lykt af öllu: vorinu, haustinu , dreymandi lítil stúlka labbandi með ömmu í Reykjavík og fann Bakaríisliktina sem ilmaði þegar við gengum framhjá bakaríinu og ég fékk nýbakaða kringlu með kúmeni. Liktin af síldinni á haustin, liktin af náttúrunni allri. Núna rennur öll þessi likt saman við mengun frá bílum, álverum og öðrum þessháttar mengunarvöldum. Ekki það að ég sé neitt á móti bílum og álverum, heldur bara það að þetta virtist allt vera svo notalegt og rólegt. En samt, þá tel ég það forréttindi fyrir mig að velja þá leið að ala börnin mín (allavega tvö þeirra) upp úti á landi. Ég sé ekki fyrir mér hvernig hann litli Emil minn myndi fá þá útrás sem hann þarf í brasinu sínu og útstáelsinu í Blokkaríbúð í Reykjavík. Takk fyrir það.
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.8.2008 | 22:10
Nú er það bara brennsla...
Ég er tarnamanneskja. Dettur stundu ýmislegt í hug og er rosalega dugleg í því í ca. einn, tvo mánuði og svo STOPP. Það sama gildir um heilsuna mína. Svo ekki sé minnst á að ég reyki tíu til tuttugu síkarettur á dag. (allt eftir því hvað ég er að gera yfir daginn) En ég hef ofnæmi fyrir fitu og vil ekki fara yfir 60 kíló. Ég er 1,63 á hæð og ef ég er 57 kíló er ég verulega sátt við sjálfa mig. En ég hef það markmið að ef ág fer yfir 60 kíló, þá fer ég í strangt aðhald. En þar sem ég hef verið heima í mánuð með mína þrjá stráka og þeirra vini, hefur ekki alltaf fundist tími til að yfirgefa svæðið og fara út að skokka. En núna steig mín á viktina í síðustu viku og hún sagði mér hreint út að ég væri að nálgast 64 kílóin.... Það kom mér svo sem ekkert á óvart. Það eru komnir keppir yfir gallabuxurnar mínar og hliðarfellingar meðfram brjóstahaldaranum mínum. Einnig örlar á fellingum aftan á bakinu þar sem haldarinn skerst inn undir síðurnar!!!! OOOOOOH, þetta er ömurlegt. getur maður bara ekki verið eins og maður er flottastur þegar maður er búin að ná sér eins og maður vill vera? Nei, nei, þetta er stanslaust púl. Þannig að ég dreyf mig í gær og í dag út að hlaupa og kom svo heim og lyfti loðum og gerði magaæfingar með slendertoninum mínum í 40 mínútur. Þetta skal tekið með trompi núna nærsta mánuðin, þangað til ég er komin niður í 57 aftur. Þá loks get ég hætt!!!!!
Þá dettur mér í hug einn geggjaðasti brandari ever: Eiginkonan við eiginmaninn: Heyrðu elskan, ég er að spá í að láta stækka á mér brjóstin.
Eiginmaðurinn: Nú, er það ekki svo asskoti dýrt?
Eiginkonan: Jú, en mér er alveg sama.
Eiginmaðurinn: Það hlýtur að vera til einhver auðveldari leið. Prófaðu að nudda klósettpappír á milli brjóstanna á þér þrisvar á dag.
Eiginkonan: Ha, klósettpappír, heldurðu að það virki?
Eiginmaðurinn: Nú, það virkaði allavega á rassgatið á þér!!!
3.8.2008 | 23:18
Dýrasta heimilistryggingin.. marg borgar sig.....
Allavega fyrir mig. Þannig er mál með vexti að ég á tvo ansi virka drengi. Hér áðurnefndur drengur, kallaður Emil í Kattholti og hinn elsti manninn minn. Hann Daníel Andri. Hann var mjög erfiður í æsku, þannig að örvæntingalaus og svefnlaus móðirin leitaði oft til Jóhanns Tómassonar læknis í von um staðfestingu að eitthvað væri að sem ekki ætti að vera. Því ég best vissi að ef ég fengi staðfestingu á grun mínum þá væri hægt að hjálpa barninu eitthvað til að öðlast eðlilegra líf. En allt kom fyrir ekki. Þetta var stilltur og prúður drengur sem elskaði að láta lækna krukka í sér og sprauta sig og gramsa í sér eins mikið og þeir gátu! Súr móðirin fór ávalt heim með litla drenginn sinn sem jafnharðan breyttist í mikinn ólátabelg og skemmdarvarg þegar heim var komið.
En samt gat þessi litli ólátabelgur verið eins og ljós og enginn var ljúfari en hann þegar maður var einn með honum. En þegar gesti bar að garði, eða þegar við fórum í heimsókn, réði ekki neinn við neitt og hár voru reitt og hinir ýmsustu hlutir skemmdir sem varla átti að vera hægt að skemma.
Fyrstu heimilistrygginguna þurftum ég og pabbi hans að notfæra okkur á ættarmóti þegar drengurinn var þriggja og hálfs árs. kom þá fimm ára tappi hlaupandi inn og kallaði: afi strákurinn er að skrifa á bílinn þinn! Við hlupum út og gátum okkur strax til að þar væri okkar drengur á ferð. Og jú, mikið rétt, sá stutti var búinn að krota endilanga hliðina á nýjum jeppa með grjóti.
Í síðustu færslu gat ég þess að litli Emil minn hefði gert nokkuð þessu líkt við nágrannabíl.
inga amma kom svo til mín í gær og sýndi mér listaverk á sínum bíl... að sjálfsögðu héldu allir að minnstimann hefði verið þar að verkii og honum ósjálfrátt kennt um athæfið. Hann var ekki alveg tilbúinn að viðurkenna verknaðinn, en við nánast þvinguðum hann til að játa.
Það var svo ekki fyrr en undir miðnætti sem 12 ára drengurinn minn viðurkenndi kjökrandi að hann ætti "heiðurinn" af þessu listaverki. Já, drengur greindur með athyglisbrest, ofvirkni, Asperheilkenni og á einhverfurófi. Hann þarf stöðuga gæslu. En þessi elska er samt ljúfasta barnið mitt og er ekki spar á afsökunarbeiðnirnar.
Bílar og akstur | Breytt 4.8.2008 kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 10:27
EEEmil, strákskratti!
Núna er ég eins og Alma, mamma Emils í Kattholti.. Jónas granni kom hingað yfir í fyrradag. Hann var nokkuð alvarlegur á svipinn kallinn og sagðist vilja tala við okkur hjónin undir sex augu! Hann var nú svo sem ekki að ásaka neinn, en grunaði samt sterklega litla Emil okkar. Við hjónin röltum með nágrananum yfir á bílastæðið hans og kíktum á ósköpin. Jú, jú, það var ekki um að villast, þetta var handverk sonar okkar. Flotti Landcruserinn á nærsta bílastæði var fínlega rispaður á þremur hliðum! Geri aðrir betur.
Ég náði í litla sökudólginn og spurði með minni blíðustu röddu : Hvað notaðirðu þegar þú varst að lita á bílinn hans Jónasar? Smá gretta kom á litla andlitið og svo smá þögn. En svo stóð ekki á svarinu: Ég notasi bara pínulítinn stein, en ég gerri ekki sona mikis. Setta kom bara sona mikis af sjálfusér!! Ójú, sökudólgurinn fundinn og foreldrarnir þurfa svo sannarlega að notfæra sér heimilstrygginguna.
27.7.2008 | 21:12
Sigþór Geitungabani...
Eiginmaðurinn var að slá garðinn okkar í dag þegar illskeyttur geitungur stakk hann í handarbakið! Kom hann (Sigþór) inn allur lurkum laminn að eigin sögn! Muldraði mikið um hversu þetta hefði verið vont og hvursu hann dauðkenndi til! Hringdi í Jóa bró og sagði honum fréttirnar, tengdó og Krissa droppuðu inn í ástandið og fengu fréttirnar beint í æð og fengu meira að segja að sjá stunguna!
En nú var mínum nóg boðið, hann klæddist mótorhjólagallanum og var með flugnanet á höfði og réðist til atlögu. Hann fór og tók bensín á brúsa, bleytti handklæði í bensínu og kveikti í. Svo var handklæðinu skutlað inn í holubú geitungsins og allt saman brennt til kaldra kola. Kústskaft var svo notað til að ýta handklæðinu lengra inn í holuna. Sissi geitungabani og Viktor Breki stóðu svo sigri hrósandi álengdar og fylgdust með búinu brenna til kaldra kola! OHHHHH, hann er hetjan mín, þessi elskulegi eiginmaður. Nú er kannski smuga að fara út á pall og fá næði fyrir geitungum...ssssssssssss.
Um bloggið
Hanna Björk Birgisdóttir
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 190677
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar