Sumarið loksins komið hjá Jónatan Emil...

Núna ganga í garð svokallaðir Franskir dagar á Fáskrúðsfirði. Þar er minnst franskra sjómanna og haldin hátíð þeim til heiðurs. Við vorum að sjálfsögðu á svæðinu og ég fór eiginlega gagngert til að uppfylla sumardraum minnstamannsins. Það er nefnilega KANDYFLOS á priki. Hann hefur nokkrum sinnm í sumar fengið candyflos í boxi, en spyr mig þá gjarnan : mamma, kenær kemur sumaris segar ég fær kandyflos mes priki? Og þannig var það í dag. Við fórum fjögur og horfðum á trúða á stultum, hittum Karitas kærustu Jónatans, minnsti mann fór í hoppukastala og svo var það toppurinn... Candyflos með priki.

Hann Nonni mágur minn hefur sett inn myndbandið af Jónatan ógna löggunni  á yoytybe, undir :Harkaleg árás. Þökk sé þér Nonni minn... Endilega kíkið á þetta snilldarmyndband þar sem ég get ekki sett það hér inná þessa síðu.fyrstu myndirnar 443fyrstu myndirnar 441


Jósafat er mannahrellir!!!

úppps, hér er hannTóti að reyna að tala við JónatanÞessi vildi bara draga húfuna niður fyrir augu!þessum fannst þetta bara fyndið!Við, ég ég og drengirnir mínir þrír fórum á dorgveiðikeppni á Fáskrúðsfirði í dag. Engann fengum við nú fiskinn fyrir utan einn marhnút sem Sveinn Húni fékk. Hann var með okkur. En svo komu Tóti tannálfur og Jósafat mannahrellir niður á brggju að fylgjast með. Minn hugrakki Jónatan Emil var ekki lengi að forða sér bak við ruslagám og lét ekki sjá sig meðan fyrrnefndir skelfar skemmtu börnunum! Ég gat nú samt ekki á mér setið og bað sjálfan tannálfinn að tala við stubbinn, sem húkti bak við gáminn og gægðist jafnt og þétt fram hjá honum. myndirnar hér á eftir skíra mál mitt

Verkin sem enginn tekur eftir....

Það er svo skrítið með það að heimilisstörfin eru einhvernvegin þau verk sem enginn tekur eftir. Það er að segja ekki ef þau eru gerð. En ef þú sleppir þeim þá er ekki spurning að eftir þeim er tekið. Húsmóðirin er heima, grípur eitt og annað með sér sem á vegi hennar verður um húsið og gengur frá. Grípur moppuna annað slagið illi þess sem hún skeinir rassa eða tekur til mat handa krökkum. Tuskan er líka annað slagið á ferðinni, upp á hillum eða bekkjum. Klósettið fær líka reglulegar strokur amk. fjórum fimm sinnum á dag.

Ekki veitir af þegar mannskapurinn er í sumarfríi og þrír strákar heima sem miða ekki alltaf beint í skálina!!!!! Þessi heimilsstörf lenda oftar en ekki á húsmóðurinni sem er jú bara heima í sumarfríi með grislingana og þeirra vinum sem rápa inn og út með heimilisdrengjunum. Bara sjálfsagður hlutur. En einhvernvegin hefur mér alltaf fundist að bíllinn sé ekki kvenmannsverk.. Jú, alveg rétt. Eg nota hann meira en eiginmaðurinn, en það er jú bara sprtur af prógramminu.

En maðurinn á að sjá um viðhaldið og líka að þrífa bílinn, að utan að minnsta kosti. Það er hvort sem er alltaf sett út á helgidagana á bílnum ef ég skola af honum. Minn heittelskaði er annsi oft upp á síðkastið búinn að nöldra út af skítugum bíl, jafnt að utan sem innan, þannig að ég tók mig til í dag og þreif bílinn hátt og lágt, jafnt að utan sem innan. Glansandi flottur eðalvagn að mínu mati núna. En var það ekki? Eiginmaðurinnkemur heim, sér örugglega herlegheitin , en NO COMMENT.  Þess vegna spyr ég mig: til hvers að vera að púla svona við þessi heimilisstörf? Það tekur hvort sem enginn eftir þeim..


Enn alger klaufi..........

Eins og sést er ég enþá að átta mig á stjórnborði þessarar síðu. Ég setti töframyndbandið inn tvisvar og get ekki eytt því út. En þið fyrirgefið mér það að sjálfsögðu!!

Í dag var geggjað veður, 23 stiga hiti og næs. Ég fór með Yvett ( konuna hans pabba) í mæðraskoðun á Fáskrúðsfj. Ég er sko að verða stóra systir fyrir þá sem ekki vita!!!! Betra er seint en aldrei! Strákarnir þrír fóru með mér og biðum við í tvo tíma úti í rjómablíðunni. Svo fórum við í Krónuna og svo bara heim. Sigþór dröslaði trampólíninu heim ásamt tveim öðrum góðum mönnumog nú er unnið hörðum höndum  við að laga skemmdirnar.. Vonandi kemst það fljótlega í lag svo ég geti haldið áfram að æfa grindarbotninn minn!

Á morgun er svo stefnan tekin á Neskaupsstað í sund með drengina og kannski Krissu mágkonu og hennar börn. Þ.e.a.s. ef veðurguðirnir verða okkur jafn hliðhollir og i dag.. Kæru vinir, guð geymi ykkur.


Hrikalega skemmtilegur dagur

Krissa mágkona bauð okkur fjölskyldunni að koma að Mjóeyri á Eskifirði á fjölskylduskemmtun hjá Alcoa. Þar var allt í boði, grill, gos, nammi og skemmtiatriði. Þar var hinn sívinsæli Bjarni töframaður, Einar Ágúst, hin ýmsustu skemmtiatriði. Börnin höfðu mikið gaman af öllu saman og ekki spillti fyrir að í lokinn flaug lítil rella yfir svæðið og stráði nammi yfir mannskapinn. Veðrið var hið besta, nema dálítið rok var á okkur.

Brrrr.. ekki er sumarið mitt búið?

Bjarni töframaðurJónatan fékk strútinn!lítill heimalingurVið hjónakornin eftirlétum drengjunum okkar að fá margumbeðið trapolín í vor. Þetta er alveg drullugaman og er ég búin að vera hin duglegasta að hoppa með börnunum. Þar kemur bersýnilega í ljós að grindarbotninn er ekki í toppstandi því það liggur við að maður mígi á sig eftir 10 mínútna hopp!! En eitthvað hefur þetta nú trassast að festa gripinn við jörðina, enda líka bara hásumar og engin von um vinda, eða hvað? Kl hálftvö í nótt vakti Sigþór mig með eftirfarandi setningu: Jæja, þar fór trampólínið!! Jú, jú,, þar fauk gripurinn okkar út í á með leifum fellibyljarins Bertu.

Helvítis Berta.. Ekki nenntum við hjónin að rífa okkur upp um miðja nótt og fara og elta trampolín, þannig að það bíður okkar það skemmtilega verkefni í kvöld að fara út í á og drösla þessu heljarinnar stelli aftur á sinn stað...


Enn einn sigurinn

Í dag vann Fjarðabyggð aftur...  Keppt var við Hött á vellinum í Fellabæ.

Við unnum 5-0. Bændur voru að vonum ánægðir og á leiðinni heim var mikið rætt um fótbolta.

Viktor: Ég þori varla að láta Ronaldo inná í Fifa.

Gummi:  af hverju ekki?

Viktor: af því að ég setti Giggs inná og var búin að endurnýja samninginn hans um tvö ár, en

svo hefur hann ekkert komið aftur inná í neinum leik!

Gummi: Já, hann hefur örugglega meiðst eða eitthvað!

Viktor: Já, en ég þori ekki að setja Ronaldo inná, ef hann meiðist. Þá fæ ég hann kannski

ekki nærri strax aftur.  Ég vil ekki missa hann út úr liðinu!

Gummi: Já ég skil það alveg, hann er náttúrulega bestur!

Þetta er gersamlega alveg eins og alvöru þjálfarar með alvöru lið!!!

Þetta er bara tölvuleikur sem maður getur bæði verið leikmaður og þjálfari en sumir taka

þetta einum of alvarlega. Lífið gengur algerlega út á fótbolta.

Húrra fyrir því!


Sigur..inn.

Fínasti dagur í dag. Byrjað í nýgræðing í sumri og sól og leik með börnum. Fórum síðan í sund og tókum Karitas og Axel með okkur. Svo var brunað með miðjubarnið á Fáskr. í fótbolta. Það var fjarðabyggð - Sindri. Fjarðabyggð fór með sigur af hólmi 3-0. Viktor Breki skoraði eitt mark og var hinn glaðasti með það.. Hann tók þvílíkt fagn, kraftstökk sem endaði  með því að þjálfarinn þurfti að taka hann útaf því hann fékk svo mikinn hnikk á bringuna! Þvílíkt glatað!!!!

En þetta tók bara fimm mín og þá var gaurinn kominn aftur inná. Ég sendi hér með sigurlagið sem þeir taka alltaf þegar þeir vinna,,, geggjað lag.

Á morgun fær hann svo að spila með A- liðinu í Fellabæ. Sjáum til hvernig það gengur.


Dagurinn í dag

Hmmm,

Við Harpa fórum í heimsókn til Krissu og fengum þar hið besta ostasalat með kexi og spjölluðum um daginn og veginn. Þetta var hið besta vinkonuspjall með látum barna og tilheyrandi. Viktor varð svo eftir á Reyðarfirði og fór á fótboltaæfingu. Hann kom reyndar meiddur heim, fékk skurð á hökuna því hann klessti á markið.

Jónatan fékk að verða eftir á Fáskrúðsfirði hjá sinni heittelskuðu (Karitas Emblu) Það var kærkomin heimsókn þar sem við mæðginin höfum gert ítrekaðar tilraunir til að fara í heimsókn til hennar án árangurs. Dóra og cristof eyddu svo kveldinu hjá okkur við mikin fögnuð bræðranna.Copy of fyrstu myndirnar 408Dóran okkarSindrinn okkarDóra og Cristof


Allt að koma

Úpps, nú er að standa sig.

Komin með einn bloggvin og eina kvittun í gestabókina.. Þetta þýðir bara eitt:

Ef maður ætlar að láta taka eftir sér, þá verður maður náttúrulega að vera ýkt duglegur

að færa inn færslur af hinu daglega lífi og láta myndir fylgja með.

Mér finnst slveg svakalega gaman að skoða myndir af brottfluttum stöddum og fylgjast með þeirra daglega lífi. Þetta er örugglega forvitni, en þetta er inn í dag svo ég ætla að vera með.

Sigrún og Fjóla, takk fyrir að meðtaka mig í blogghópinn og ég reyni að standa mig í þessu apparati.

Annars höfum við í kotinu það bara fínt. Við mæðgini, miðjubarnið og ég fórum á N1 fótboltamótið á Akureyri um síðustu helgi og höfðum það bara kósí með Krissu mágkonu og Almari.

Svo þegar við komum heim var Daníel kominn til okkar og höfum við bara að mestu leiti eytt vikunni með okkar elskulegu Hörpu og litla krúttinu okkar honum Hauki Atla.

Gula fíflið, hún sólin hefur samt ekkert verið allt og viljug við að láta sjá sig. En dagurinn í dag var samt hinn besti með sól og hita.

  Guð geymi ykkur.. Hanna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 190677

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband