Ég elska Dagvaktina..

Þetta eru þeir mestu Brilliant þættir sem framleiddir hafa verið hér á Íslandi. Þetta er toppurinn á sunnudagskvödum hjá mér og minni fjölskydu. Daníel er búinn að vera hér síðan á fimmtudag og höfum við nú ekert gert nein afrek síðan hann kom. Hann fór með Sissó á sjó á Laugardaginn, það er hans mesta ánægja í lífinu að fara á sjó! Hann elskar að fara að veiða og láta bátinn rugga sér á meðan. Ég get ekki skilið þessa ánægju hans jafnt sem eiginmanns míns, þar sem ég er hrikalega sjóhrædd og langar helst að kasta upp þegar ég finn olíuliktina sem kemur þegar bátnum er startað í gang. Þá rifjast upp gamlir tímar þegar ég var á grásleppu með pápa gamla og var með gubbið í hálsinum allan daginn á milli þess sem ég steig um borð um fjögurleytið á næturna og þess sem ég stóð á bryggjunni og losaði þara úr netunum. En þetta er víst í genununum og er sjálfsagt undursamlegt fyrir þá sem elska þetta!!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hanna Björk Birgisdóttir

Höfundur

Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir
Hanna Björk Birgisdóttir, Stöðfirðingur með meiru mínus tíu ár í höfuðstaðnum. En komin heim aftur í heiðardalinnnnn.. Þar er notalegast að vera.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • sumar 08 040
  • ..._087_858699
  • ..._005_858698
  • ..._003_858696
  • ..._003_858695

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 189819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband